fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Fókus

Skilaboð til feðra: Ef þú þarft á þessu að halda þegar konan fer í frí, þroskastu

Fókus
Föstudaginn 25. nóvember 2022 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski faðirinn Jeff Given er með skilaboð til feðra og segir þeim að þroskast og taka meiri þátt í heimilislífinu.

Hann er þriggja dætra faðir og var einn með dætur sínar í viku þegar eiginkona hans fór í vikulanga stelpuferð.

Það lét hann hugsa og í kjölfarið vill hann miðla skilaboðum til annarra feðra.

„Í fyrsta lagi, ef eiginkona þín þarf að skilja eftir leiðbeiningar fyrir þig. Eins og „þetta þarftu að gera þegar þú sækir börnin í skólann“ eða „svona er kvöldrútínan,“ þá ertu ekki að taka nógu mikinn þátt í heimilishaldinu,“ segir hann.

„Í öðru lagi, ef þú kannt ekki að elda kvöldverð handa fjölskyldunni, bara venjulegan heimilismat, þroskastu.

Ekki hringja í hana til að kvarta yfir því sem krakkarnir gera, því gettu hvað. Þau eiga eftir að vera pirrandi, þau eiga eftir að væla og gera eitthvað heimskulegt. Ekki trufla hana, sjáðu um þetta sjálfur. Ef þetta er ekki eitthvað mikilvægt, ekki trufla hana og leyfðu henni að njóta sín.“

Að lokum segir hann: „Ef þig skortir almenna vitneskju um hvernig þú átt að sjá um sjálfan þig og börnin þín í viku þá ættirðu að fara í sjálfskoðun og taka meiri þátt í heimilislífinu.“

@jeff_given Guys, we can do better #parentsoftiktok #parentingtips #dadsoftiktok #momtok #momlife #momsoftiktok #fyp #lamehusband #parentsbelike #parenting101 #parenthood #motherhood #fatherhood ♬ Lavender Haze – Taylor Swift

Myndbandið hefur slegið í gegn og fagna margar konur skilaboðum hans. „Í alvöru, ég er svo ánægð að fleiri menn séu að vekja athygli á þessu og beina orðum sínum til karlmanna,“ segir ein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“

Rithöfundurinn Bjarni Bjarnason strauk að heiman í æsku – „Löggan talaði við okkur og gaf okkur snúð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust

Börn áhrifavalds fengu miða á Iceguys í skóinn og allt varð vitlaust
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stjörnukærastinn loksins orðinn pabbi

Stjörnukærastinn loksins orðinn pabbi
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð

Stórsigur Pitt í málaferlum gegn fyrrverandi – Jolie gert að birta einkaskilaboð