fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Hefndaraðgerðir halda áfram vegna hnífaárásarinnar – Reyksprengju grýtt inn á Paloma

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 10:00

Paloma Club er til húsa í Naustinni 1-3

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reyk­sprengju var kastað inn á skemmti­staðinn Paloma Club í miðbæ Reykja­vík­ur í nótt. Skemmistaðurinn, sem er til húsa í Naustinni 1-3 ásamt Dubliner-kránni, var að öllum líkindum mannlaus samkvæmt frétt Morgunblaðsins en í henni er haft eftir varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu að rúða hafi verið brotin og nokkurn reyk lagt út af skemmtistaðnum.

Telja má næst að víst öruggt að árásin tengist deildum tveggja hópa vegna hnífstunguárásarinnar í Bankastræti Club í síðustu viku. Líkt og DV greindi frá í byrjun vikunnar þá tengist einn af þeim sem situr í gæsluvarðhaldi vegna árásarinnar, John Pétur Vágseið, rekstri Paloma. Sambýliskona hans er rekstrarstjóri Paloma og var handtekin í aðgerðum lögreglu líkt og maki hennar. Ekki var þó farið fram á gæsluvarðhald yfir henni.

Þá birti DV í gær myndband þar sem sést hvar bensínsprengju er grýtt að glugga í fjölbýlishúsi en heimildir miðilsins herma að um sé að ræða heimili John Péturs og sambýliskonu hans í Árbæ. Þá hefur rignt hótunum yfir fjölskylduna.

Myndbandið af bensínsprengjunni

316001991-5539357506149620-8893489757654620532-n-1
play-sharp-fill

316001991-5539357506149620-8893489757654620532-n-1

Eins og komið hefur fram rekur John Pétur dyravarðafyrirtæki sem býður upp á þjónustu fyrir nokkra skemmtistaði í miðborginni, þar á meðal Paloma Club. Nokkrir starfsmanna fyrirtækisins voru viðriðnir árásina á Bankastræti Club eins og John Pétur sjálfur. Rétt er þó að geta þess að DV hefur engar heimildir um að John Pétur hafi sjálfur beitt vopni á staðnum þó að hann hafi verið í hópnum sem ruddist inn á staðinn.

John Pétur fyrir miðju. Mynd/Aðsend

Síðustu daga hafa átt sér stað margar hefndarárásir í kjölfar hnífaárásarinnar. Þannig var tveimur eld- og reyksprengjum kastað í einbýlis í Hafnarfirði og Fossvogi í fyrrinótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Hide picture