fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Flugstjórinn hokinn af reynslu og ætlaði að setjast í helgan stein á næstu mánuðum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. júní 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugstjóri vélar Air India-flugfélagsins sem brotlenti skömmu eftir flugtak frá borginni Ahmedabad í gærmorgun hét Sumeet Sabharwal og var sextugur að aldri.

Hann var með yfir 30 ára reynslu og hugðist setjast í helgan stein á næstu mánuðum. Ætlaði hann sér að verja meiri tíma með 82 ára föður sínum sem starfaði lengi innan flugbransans á Indlandi.

Sumeet hafði meðal annars það hlutverk að þjálfa og meta nýja flugmenn í venjubundnu farþegaflugi eftir að þeir hafa lokið þjálfun í flughermi. Aðeins vanir flugmenn með mikla reynslu og góða samskiptahæfni fá slíkt hlutverk.

Í frétt BBC kemur fram að Sumeet hafi haft yfir 8.200 flugtíma að baki sem gefur til kynna að hann hafi verið mjög reynslumikill.

„Hann var mjög hlédrægur og agaður. Við sáum hann oft koma og fara í einkennisbúningi en hann lét ekki mikið á sér bera,“ segir nágranni Sumeet í samtali við indverska fjölmiðla.

Aðstoðarflugmaður vélarinnar hét Clive Kundar og var hann með 1.100 flugtíma að baki og með réttindi til að fljúga Dreamliner-vélum Boeing.

Rannsókn á tildrögum slyssins stendur og er svarta kassans úr vélinni nú leitað. Vonast er til þess að hann geti varpað frekara ljósi á slysið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist