fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fréttir

Írönsku valdamennirnir lágu sumir í rúmum sínum þegar þeir voru sprengdir í loft upp

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. júní 2025 10:30

Hossein Salami, einn valdamesti maður Íran lést í árás Ísraelsmanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísrael réðst til stórfelldra loftárása á Íran í nótt, þar sem bæði drónar og eldflaugar voru notaðar gegn kjarnorkuinnviðum, hernaðarlegum skotmörkum og heimilum valdamanna. Alls tóku um 200 orrustuþotur þátt í árásinni og skutu um 330 eldflaugum á skotmörk víðs vegar um landið.

Tókst Ísraelum að fella nokkra af æðstu leiðtogum og vísindamönnum Írans, sumir hverjir voru drepnir sofandi upp í rúmi á heimilum sínum.

Meðal þeirra sem létust voru Hossein Salami, yfirmaður byltingarvarðliðsins og einn valdamesti maður landsins, Ali Shamkhani, öryggisráðgjafi æðsta leiðtoga Írans, Ayatollah Ali Khamenei, og Mohammad Hossein Bagheri, yfirmaður herforingjaráðs Írans.

Mohammad Hossein Bagheri, formaður herforingjaráðs Írans. var einn þeirra sem lét lífið í árásinni

Auk þeirra féllu að minnsta kosti sex vísindamenn sem höfðu gegnt lykilhlutverki í kjarnorkuverkefni landsins, þar á meðal Fereydoun Abbasi, fyrrverandi yfirmaður kjarnorkustofnunar Írans, og Mohammad Mehdi Tehranchi, kjarneðlisfræðingur og forseti Azad-háskólans í Teheran.

Aðgerðin, sem ber heitið „Rísandi ljón“, var vandlega skipulögð og framkvæmd í nokkrum skrefum. Samkvæmt erlendum miðlum sendi ísraelska leyniþjónustan Mossad sveitir inn í Íran þar sem þær stýrðu árásum af mikilli nákvæmni.

Útsendarar Mossad komu meðal annars fyrir sprengjum í farartækjum víða um landið, sem sprungu þegar árásin hófst. Þá höfðu þeir smyglað drónum inn í landið fyrirfram og virkjað þá til árása samhliða loftárásunum. Drónaárásirnar gegndu lykilhlutverki við að lama loftvarnakerfi Írans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim

Hneykslismál skekur Tæland: Sögð hafa táldregið munka og kúgað síðan fé út úr þeim
Fréttir
Í gær

Trump greindur með bláæðabilun

Trump greindur með bláæðabilun
Fréttir
Í gær

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum

Kvennaathvarfið fær 144 milljónir frá Á allra vörum
Fréttir
Í gær

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi

Unglingsdrengur fær bætur eftir hörmulegt bifhjólaslys í Mosfellsbæ þrátt fyrir vítavert gáleysi
Fréttir
Í gær

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma

Átta börn fædd með erfðaefni frá þremur – Laus við hættulega erfðasjúkdóma
Fréttir
Í gær

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið

Ósátt við rukkunaraðferð Bílastæðasjóðs: Sótti systur sína og var sektuð meðan hún beið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu

Kalla eftir lagabreytingum í íslenskum kynlífsiðnaði og segja mörgum spurningum ósvarað um nýlegar aðgerðir lögreglu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli

Skemmtiferð íslenskra feðga breyttist í martröð – Faðirinn handtekinn fyrir kókaínsmygl á Schiphol-flugvelli