fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Maðurinn sem komst lífs af opnar sig um slysið – „Ég spennti af mér beltið og fór“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 13. júní 2025 11:30

Ramesh ræðir við Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem komst einn lífs af úr flugslysinu í Ahmedabad á Indlandi í gærmorgun segist vart trúa því sjálfur að hann sé á lífi.

Maðurinn sem um ræðir er breskur ríkisborgari og heitir Vishwash Kumar Ramesh og er fertugur að aldri. Hann er búsettur í London þar sem hann á eiginkonu og barn.

Ramesh sat við útgang í sæti 11A, mjög framarlega í vélinni, og segir hann í samtali við indverska fjölmiðla að þegar vélin brotlenti hafi hún brotnað í tvennt þar sem hann sat og hurðin sem hann sat við losnað af vélinni.

Dr. Dhaval Gameti, sem meðhöndlað hefur Vishwash á sjúkrahúsi, segir við AP-fréttaveituna að hann hafi verið ringlaður og með töluverða áverka víða á líkamanum eftir slysið en ekki í lífshættu.

Í samtali við Doordarsha segist Ramesh ekki átta sig á hvernig hann komst lifandi frá slysinu.

„Ég hélt um stund að ég væri að fara að deyja. En þegar ég opnaði augun sá ég að ég var á lífi. Ég spennti af mér beltið og fór,“ segir hann og rifjar upp að hann hafi horft á tvo starfsmenn um borð deyja nánast beint fyrir framan hann.

Hann segir að skömmu eftir flugtak hafi vélin byrjað að lækka flugið og líkir hann því við að vélin hafi „verið föst“. Segist hann hafa upplifað það þannig að flugmennirnir hafi reynt að hækka flugið en án árangurs og með þeim afleiðingum að hún brotlenti á byggingu skammt frá flugvellinum. Mikill eldur blossaði upp eftir brotlendinguna, enda vélin stútfull af eldsneyti, og segist Ramesh til dæmis vera með brunasár á handleggnum.

Bróðir hans sat í sömu sætaröð og hann en upp við gluggann við hinn enda gangsins. Þeir bræðurnir voru staddir á Indlandi í viðskiptaerindum og er bróðir hans talinn af eftir slysið.

Myndband af Ramesh vakti mikla athygli í gær en á því mátti sjá hann haltrandi og ringlaðan eftir slysið. Hann lýsti því að hann hafi heyrt „hvell“ áður en vélin brotlenti. „Það voru lík út um allt, ég var hræddur, stóð upp og hljóp í burtu.“

Rannsókn á tildrögum slyssins er á frumstigi en ýmsum tilgátum hefur verið varpað fram, allt frá því að tvöföld bilun hafi orðið í hreyflum vélarinnar, bilun hafi orðið í búnaði sem eykur lyftigetu vængjanna eða að vélinni hafi verið flogið á hóp fugla með þeim afleiðingum að hreyflarnir skemmdust og vélin missti afl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland
Fréttir
Í gær

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal