fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
Fréttir

Læknahjónin ætluðu að hefja nýtt líf – Tóku þessa mynd skömmu fyrir flugtak

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. júní 2025 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknahjónin Komi Vyas og Prateek Joshi og þrjú börn þeirra á aldrinum 5-8 ára eru í hópi þeirra sem létust í flugslysinu í Ahmedabad á Indlandi í gærmorgun.

Indversk yfirvöld staðfestu í gær 241 hefði farist í slysinu en einn komist lífs a. Vélin, Boeing 787-Dreamliner, brotlenti skömmu eftir flugtak en hún var á leið til Gatwick-flugvallar í London.

Hjónin tóku meðfylgjandi mynd skömmu fyrir flugtak og segja indverskir fjölmiðlar frá því að ferðalagið hafi átt að marka nýtt upphaf í lífi fjölskyldunnar. Hjónin höfðu verið gift í tíu ár.

Komi Vyas starfaði sem læknir í Udaipur og hafði hún sagt upp starfi sínu til að flytjast til Bretlands ásamt eiginmanni sínun, Dr. Prateek Joshi, sem þegar hafði fengið starf sem læknir í London. Með í för voru fimm ára tvíburasynir þeirra, Nakul og Pradyut, og átta ára dóttir, Miraya.

„Þau fóru til Ahmedabad í gær og hugðust taka flugið þaðan til London. Prateek hafði komið til Indlands tveimur dögum áður og ætlaði að taka Komi og börnin með sér,“ sagði Nayan, frændi Joshi, í samtali við indverska fjölmiðla í gær. Bætti hann við að fjölskyldur þeirra hjóna hafi kvatt þau á flugvellinum áður en vélin fór í loftið.

Meðfylgjandi er myndband sem sýnir þegar vélin tók á loft frá flugvellinum í Ahmedabad en missir svo flugið skömmu síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi

Fær ekki að byggja gistihús á Laugavegi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“

Framkvæmdastjóri Parka skýrir málin – „Við erum í sama liði og neytendur“
Fréttir
Í gær

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir

Réttað yfir Tesla vegna dauða ungrar konu – Hafi hunsað viðvaranir um sjálfstýringarbúnað í áraraðir
Fréttir
Í gær

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland

Oscar heldur upp á ríkisborgararéttinn með ferðalagi um Ísland
Fréttir
Í gær

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“

Gangstígur lagður alveg upp við Árskóga í óþökk íbúa – „Hafa aftur og aftur reynt að fá áheyrn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal

Deila vegna sölu fáksins Dags frá Kjarnholtum fyrir dómstóla – Hörð orðarimma í hesthúsi í Víðidal