fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Fréttir

Helgi Magnús afþakkaði boð um flutning – Á rétt á fullum launum í 9 ár án vinnuframlags

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 16. júní 2025 17:50

Helgi Magnús Gunnarsson, fráfarandi vararíkissaksóknari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Magnús Gunnarssonar, fráfarandi vararíkissaksóknari, tilkynnti dómsmálaráðherra í dag að hann synjaði flutningi í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Hann lætur því af störfum, eins og kemur fram í tilkynningu.

Hann er góður lögfræðingur og málflytjandi og ég óska honum velfarnaðar í leik og starfi,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra.  „Ég erfði þetta mál frá fyrirrennara mínum og gerði mitt besta til að leysa það faglega og í sátt við alla hlutaðeigandi.“

Taldi ummæli Helga Magnúsar ekki sæmandi embætti hans

Í tilkynningu um starfslok Helga Magnúsar á vef Stjórnarráðsins er farið yfir aðdraganda máls hans.

Í júlí 2024 vísaði ríkissaksóknari til þáverandi dómsmálaráðherra, Guðrúnar Hafsteinsdóttur, máli sem varðaði ummæli Helga Magnúsar vararíkissaksóknara á opinberum vettvangi. Taldi ríkissaksóknari Helga Magnús ekki hafa bætt ráð sitt í kjölfar áminningar sem hún hafði veitt honum tveimur árum áður heldur hefði hann aftur sýnt af sér háttsemi sem ekki væri sæmandi embætti hans.

Í rökstuðningi þáverandi dómsmálaráðherra í september 2024 kom fram að ummæli Helga Magnúsar hefðu verið óviðeigandi og til þess fallin að grafa undir trúverðugleika embættis ríkissaksóknara og ákæruvaldsins í heild. Aftur á móti taldi þáverandi dómsmálaráðherra ekki forsendur til að veita Helga Magnúsi lausn um stundarsakir.

Eftir þessa niðurstöðu kom ríkissaksóknari því á framfæri við dómsmálaráðuneytið að hann teldi vararíkissaksóknara skorta almenn hæfisskilyrði til að gegna embættinu.

Bundin af ákvörðun fyrrum dómsmálaráðherra

Núverandi dómsmálaráðherra Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er bundin ákvörðun fyrirrennara síns og taldi ekki hægt að una við þessa stöðu. Mikilvægt Þorbjörg að mikilvægt væri að tryggja að ákæruvaldið væri starfshæft og nyti trausts almennings.

Í því ljósi ákvað dómsmálaráðherra að flytja vararíkissaksóknara í embætti aðstoðarríkislögreglustjóra. Í því sambandi var litið til langs ferils vararíkissaksóknara innan ákæruvaldsins og yfirgripsmikillar þekkingar hans á málefnum löggæslu. Sjónarmið  vararíkissaksóknara vegna fyrirhugaðrar ákvörðunar um flutning bárust í byrjun júní. Kom þar meðal annars fram að vararíkissaksóknari setti sig ekki upp á móti fyrirhugaðri ákvörðun um flutning. Ef slík ákvörðun yrði tekin, myndi hann sjálfur taka ákvörðun á grundvelli 4. mgr. 20. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 enda væri hann æviskipaður embættismaður.

Mál Helga Magnúsar hef­ur verið á borði Þor­bjarg­ar Helgu allt frá því að hún tók við embætti 21. des­em­ber síðastliðinn. Frá þeim tíma hef­ur Helgi Magnús verið verk­efna­laus.

Í tilkynningu Stjórnarráðsins kemur fram að Helgi Magnús tilkynnti dómsmálaráðherra í dag að hann synjaði flutningi. Í því felst að hann lætur af störfum. Samkvæmt 4. mgr. 20. gr. stjórnarskrárinnar á hann rétt á lögmæltum eftirlaunum.

Helgi Magnús verður 61 árs 4. desember næstkomandi og mun því njóta launa án vinnuframlags í tæp níu ár til sjötugsaldurs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin

Sigurgeir syndir Ermarsund fyrir Píeta samtökin
Fréttir
Í gær

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“

Varð vitni að stórfelldu ráni þremenninga í Krónunni: „Ég er búin að búa hérna í sjö ár. Ég borgaði þeim í símanum mínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“

Fuglaáhugafólk hneykslað á Sveppa – „Greinilegt að fuglarnir þjást á meðan þeir kumpánar flissa og skemmta sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“

Íslenskur raftónlistarmaður losnar ekki undan þýskum plötusamningi – „Passið ykkur áður en þið skrifið undir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess

Dagur vill fá stundaskrá fyrir þingveturinn – Treystir Þórunni best til þess
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist

Maður sagður í haldi lögreglu eftir eldsvoða í Reykjanesbæ – Stórhættulegt ástand skapaðist