fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Bongóblíða í höfuðborginni í dag

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. júní 2025 08:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæð á Grænlandshafi stjórnar veðrinu hjá okkur í dag og er áttin því norðaustlæg eða breytileg. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Að sögn veðurfræðings verður víða gola eða kaldi og bjartviðri, en einhver lágský verða þó viðloðandi fram eftir morgni á Norður- og Austurlandi. Hiti yfir daginn frá 7 stigum við norðausturströndina, upp í 18 stig suðvestanlands. Á sjálfvirku spákorti Veðurstofunnar má sjá að hitinn í höfuðborginni gæti farið upp í 17 stig í dag í hægum vindi og sól.

„Svipað veður á morgun, víða hlýtt og bjart og hiti yfirleitt á bilinu 10 til 19 stig. Austantil á landinu þykknar hins vegar upp með lítilsháttar vætu og þar verður líklega mun svalara. Á sunnudag er svo útlit fyrir hæga breytilega átt, smáskúrir á víð og dreif og þokuloft við austurströndina. Heldur kólnandi,“ segir að lokum í hugleiðingum veðurfræðings.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s. Súld eða dálítil rigning austantil og hiti 4 til 11 stig, en þurrt og bjart á Norður- og Vesturlandi með hita að 18 stigum.

Á sunnudag:
Breytileg átt 3-8, bjart með köflum og líkur á stöku síðdegisskúrum inn til landsins. Skýjað austanlands og sums staðar þokuloft við ströndina. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast í innsveitum.

Á mánudag:
Suðlæg eða breytileg átt 5-10 og rigning eða súld með köflum, en þurrt norðaustantil fyrri part dags. Hiti 8 til 15 stig.

Á þriðjudag (lýðveldisdagurinn) og miðvikudag:
Vestlæg eða breytileg átt og væta með köflum. Hiti víða 7 til 13 stig.

Á fimmtudag:
Suðaustlæg átt með rigningu víða um land.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Í gær

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm