fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Kristján Einar opnar sig um fangelsisvistina – Í klíku með Pólverjum og stunginn tvisvar

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 08:59

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Einar Sigurbjörnsson, áhrifavaldur og sjómaður, opnaði sig í gærkvöldi um fangelsisvist sína á Spáni. Hann sagði að hann hafi verið kominn í klíku með Pólverjunum og hafi verið stunginn tvisvar í óeirðum í fangelsinu.

Kristján Einar, eða Kleini eins og hann kallar sig á samfélagsmiðlum, var vistaður í héraðsfangelsinu í Malaga í átta mánuði og losnaði úr varðhaldi fyrir nokkrum dögum.

Sjá einnig: Kristján Einar fær hlýjar kveðjur frá Ísdrottningunni

Stunginn í óeirðum

Kristján Einar greindi frá atvikinu á Instagram í gær.

„Ég var kominn í klíkuna með Pólverjunum. Þeir lánuðu síma yfir til Spánverjanna og þegar honum var skilað þá var raki í honum og úr því varð „riot“. Fyrir þau sem vita ekki hvað „riot“ er þá er það bara hópslagsmál á milli klíka. Og í þeim óeirðum var ég stunginn tvisvar,“ segir hann og birtir mynd af stungusárunum.

Skjáskot/Instagram

Kristján sagðist koma til Reykjavíkur á morgun og verður þar í nokkra daga og ætlar þá að segja sögu sína.

„Takk fyrir öll fallegu skilaboðin elsku Ísland,“ sagði hann.

Sjá einnig: Kristján Einar segist hafa verið í baráttu við íslensk yfirvöld í 4 ár – Vill flytja inn þetta gæludýr

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Unn­steinn Manuel og Ágústa selja í miðbænum

Unn­steinn Manuel og Ágústa selja í miðbænum
Fókus
Í gær

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja að konungurinn hafi látið Harry lofa sér einu áður en fundi þeirra lauk

Segja að konungurinn hafi látið Harry lofa sér einu áður en fundi þeirra lauk