fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Sannleikurinn að baki ævintýrinu – Ástir og örlög Fríðu og dýrsins

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 20:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þótt ótrúlegt megi virðast er sagan af Fríðu og dýrinu (Beauty and the Beast) byggð að hluta til á sönnum atburðum. Vel hefur þó verið bætt í í gegnum árin. 

Hið raunverulega ,,dýr” hét Petrus Gonsalvus (Pedro Gonzalez) og var fæddur á Íslendinganýlendunni Tenerife árið 1537. Hann fæddist með sjaldgæfan litningagalla sem olli því að frá fæðingu var hann hann þakinn þykku hári frá toppi til táar. 

Seldur sem barn

Lítið er vitað upp foreldra Pedro annað en sem smábarn létu þau í hendur Frakka sem áttu leið um eyjuna. Sennilegast er að þau hafi látið frá sér drenginn gegn góðri greiðslu. Þegar að hann var tíu ára gamall var hann kynntur fyrir Hinrik II, konungi Frakka. Það var ekki litið á Pedro sem manneskju í Frakklandi, heldur sem einhvers konar furðublending manns og dýrs og var hann rannsakaður sem slíkur. 

Í fyrstu ,,skýrslunni” sem læknir skilaði af sér um Pedro árið 1557, var hann kallaður Barbet, orð sem notað er yfir blendingshunda. 

Catherine þótti ein fallegasta stúlka hirðarinnar.

Hinrik kóngur ákvað hins vegar að Pedro skyldi alinn upp sem heldri maður. Ekki af virðingu við Pedro sem einstakling heldur var kóngsi forvitinn um hvort unnt væri að breyta ,,skepnu” í ,,alvöru mann.”

Hann hafði þó litla trú á því, taldi Pedro hafa greind á við dýr, og því ólíklegt að skepnan gæti tamið sér mannlega getu og hugsunarhátt. En honum fannst fyndið að reyna þó. 

Margir telja ævintýrið þekkta eiga uppruna sinn í sögu Pedro og Catherine.

Afspyrnu vel gefinn

Pedro fékk því bestu fáanlegu menntun hjá hirðinni. Kennarar hans þurftu að skila ítarlegum skýrslum um framfarir hans og sýndu þær á afdráttarlausan hátt að Pedro var einstaklega vel gefinn. Ekki aðeins náði hann fullkomnum tökum á latínu, stærðfræði og öðrum greinum, heldur tamdi hann sér einnig hirðsiði og taktvísi.

Hann var orðheppinn og skemmtilegur og reyndi aldrei að fela hversu loðinn hann var. Þess í stað valdi hann sér skrautlegan fatnað, gylltar, rauðar og fagurbláar skikkjur sem vöktu jafnvel enn meiri athygli á honum. 

Pedro og Catherine ásamt tveimur barna sinna sem tekin voru af þeim.

Pedro varð gríðarlega vinsæll meðal aðalsins og eftirsóttur í alls kyns samkvæmi, ekki síst þegar að erlendir fyrirmenn heimsóttu frönsku hirðina. Hinrik konungur varð afar elskur að Pedro og greiddi honum himinháar fjárhæðir.

Forvitin um hugsanleg afkvæmi

Þegar að Hinrik konungur lést taldi ekkja hans, hin fræga drottning Catherine de Medici, rétt að gifta Pedro. Hún valdi brúðina, dóttur hátts setts hallarstarfsmanns og hét sú einnig Catherine og þótti með afbrigðum falleg.

Ástæðan fyrir hjónabandinu var ekki löngun drottningar til að sjá Pedro hamingjusamlega giftan, nei, drottning vildi að hann fjölgaði sér þar sem hún vildi sjá hvernig afkvæmi fegurðardísar og ,,skepnu” kæmu til með að líta út. 

Catherine var ekki sagt hvert mannsefnið væri og sá hún Pedro í fyrsta skipti við sjálfa athöfnina og sjálfsagt hefur henni verið brugðið. 

Hjónabandið varð hins vegar farsælt og Pedro og Catherine eignuðust sjö börn, þar af fjögur sem erfðu útlit föður síns. 

Fjögur af sjö börnum þeirra hjóna erfðu útlit föður síns.

Börnin gefin eins og gæludýr

Líkt og faðir þeirra, voru börnin fjögur rannsökuð fram og til baka, ekki aðeins í Frakklandi heldur voru þau send um alla Evrópu til forvitinna lækna þeirra tíma.

Þrátt fyrir ríkidæmi voru þau hjón aldrei samþykkt sem verðugir meðlimir hirðarinnar og þegar að hin loðnu börn þeirra voru komin á legg voru þau tekin af foreldrum sínum og gefin háttsettu aðalsfólki, líkt og fágæt gæludýr. 

Hjónin fengu að halda hinum börnum sínum þremur. 

Rólegt líf

Loðnu börnin fjögur flökkuðu á milli hirða í Evrópu næstu 40 árin en lítið er vitað hvað síðar varð um þau og afkomendur þeirra. Þó er vitað að Tognina, yngsta dóttir þeirra hjóna, kvæntist aðalsmanni á Ítalíu og átti með honum fjölda barna. 

Pedro og Catherine fluttu frá Frakklandi með börnin og settust að á Ítalíu. Þau voru aldrei almennilega meðtekin inn í hefðbundið samfélag en komu sér fyrir á landsbyggðinni og lifðu rólegu lífi utan allra hallarveggja. 

Pedro lést árið 1618 og var Catherine óhuggandi. Hún lést árið 1623 og var grafin við eiginmanns síns. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun