fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fókus

Með hlýtt í hjarta – Sögulegar myndir frá ógleymanlegum gleðistundum

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 22:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daglega sjáum við ofgnótt tíðina af hörmungum, alls staðar að úr heiminum í fréttum og á samfélagsmiðlum. En stundum laumast inn á milli töluvert fallegri fréttir ,því öll þurfum við jú á jákvæðni og von að halda öðru hverju.

Þessa myndir fylgdu nokkrum af ljúfum fréttum í gegnum tíðina. Og þótt langt sé um liðið að margar þeirra voru teknar, breytir það ekki því að þær kalla enn fram bros. Og kannski smá hlýju í hjartað.

Þessi einstaka mynd er tekin á því augnabliki sem Harold Whittles heyrði hljóð í fyrsta skipti árið 1974. Harold fæddist heyrnarlaus en eftir ítarlegar rannsóknir á heyrnarleysi hans tókst að búa til heyrnartæki sem talið var henta drengnum.

Harold var fimm ára þegar tækið var prófað á honum í fyrsta skipti og reyndist virka þetta líka vel. Ljósmyndarinn Jack Bradley var á staðnum og náði þessari stórskemmtilegu mynd af litla drengnum, steinhissa og stareygðum. Myndin endurspeglar vel hversu hissa Harold litli er að kynnast hinum nýja og áður óþekkta heimi hljóðs.

Á þessari mynd sést Vicky Brannon hlusta á hjartslátt Jennifer Lentini. Og af hverju er Vicky með tárin í augunum af hamingju? Það er vegna þess að hún er að hlusta á hjarta sonar síns.

Árið 1996 lést 14 ára sonur Vicky, Matthew McIntyre, þegar að vinur hans var að fikta við byssu sem hann fann á heimili foreldra sinna. Vicky var eðlilega frávita af sorg en vildi að dauði sonar hennar yrði þó einhverjum til góðs og féllst á gefa líffæri hans. Það var hin 13 ára gamla Jennifer sem fékk hjartað en hún átti þá stutt eftir sökum alvarlegrar hjartveiki. 

Eftir tæpa tvo áratugi leitaði Jennifer Vicky uppi og er myndin tekin á flugvellinum aðeins nokkrum mínútum eftir að konurnar tvær hittust í fyrsta skipti.

Karina Chikitova var aðeins þriggja ára þegar að hún vafraði út úr þorpinu sínu í Síberíu ásamt hundinum sínum árið 2015. 

Móðir hennar stóð í þeirra trú að hún hefði farið með föður sínum í heimsókn til ættingja í nærliggjndi þorpi og þar sem er ekkert símasamband á þessu slóðum liðu fjórir dagar áður en hvarfið á litlu stúlkunni uppgötvaðist. 

Strax var hafin gríðarleg leit. Þorpið er staðsett á einum kaldasta stað Rússland en þar sem Karina hvarf í júlí var hitastig mun ,,hlýrra“ en að vetri til eða um um 2-5 gráður. Þar að auki er skógurinn fullur af björnum og úlfum.

Ekkert gekk að finna litlu stúlkuna og vonir um að finna hana á lífi slokknuðu, ekki síst eftir að hundur hennar kom heim að tíu dögum liðnum. Voru foreldrar Karinu vissir um að hundurinn hefði aldrei yfirgefið hana lifandi.

En það var önnur ástæða fyrir að hundurinn sneri heim. Hann gelti og horfði út í skóginn og uppgötvaði fólk að hundurinn vildi leiða fólk að stúlkunni.

Svo fór að Karina fannst á lífi. Hún hafði verið týnd í 12 daga. Hún hafði lifað á berjum og drukkið vatn úr nálægri á. Á næturnar lá hún þétt upp við hvutta sinn sem hélt á henni hita. Hún var grindhoruð, útbitin af moskítóflugum en að öðru leiti alheilbrigð. Þökk sé voffa.

Það er ekkert vitað um þetta ágæða fólk annað en þau eru búin að vera gift óralengi. Myndirnar fá að fljóta með bara vegna þess hversu krúttaraleg og innilega ástfangin gömlu hjónin eru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“

Ragnhildur kemur Baldri til varnar – „Ætlum við líka að hamra á frambjóðendum sem hafa farið inn á strippstaði?“
Fókus
Í gær

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“

Karlmenn lýsa skelfilegri aukaverkun af Ozempic – „Þú getur sagt bless við kynlíf“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun

Aníta hætti að drekka áfengi og finnur strax mikinn mun
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“

„Um tíma átti ég erfitt með að kaupa mér maskara því ég eyddi svo miklum pening í maníu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar

Móeiður og Hörður héldu glæsilegt barnaafmæli í anda Kardashian-fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn

Sigríður Dögg í óheppilegum árekstri við hunangsflugu – Á lífi en særð eftir atganginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“

Hvetur fólk til að skipta út þessu orði: „Hættum að afsaka okkur í sífellu“