fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

Bale þvertekur fyrir sögusagnirnar – ,,Erfitt andlega frekar en eitthvað annað“

Victor Pálsson
Laugardaginn 19. nóvember 2022 11:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gareth Bale, stjarna Wales, hefur staðfest það að hann verði klár á HM og er leikfær í fyrsta leik liðsins í riðlakeppninni.

Wales spilar sinn fyrsta leik gegn Bandaríkjunum þann 21. nóvember en ýmsir miðlar hafa talað um það að Bale yrði ekki klár í þann slag.

Bale þvertekur fyrir þær sögusagnir en Wales er að spila á HM í fyrsta sinn síðan 1958 og má ekki við því að missa sína stærstu stjörnu.

Meiðsli hafa verið að hrjá Bale á tímabilinu en hann er leikmaður LAFC í bandarísku MLS deildinni.

,,Það eru engin vandamál til staðar. Ég er 100 prósent klár og tilbúinn að spila,“ sagði Bale við blaðamenn.

,,Ef ég þarf að spila 90 mínútur þrisvar sinnum þá geri ég það. Þetta hefur verið erfitt, meira andlega frekar en eitthvað annað.“

,,Ég býst við að þetta hafi verið erfitt fyrir alla undanfarnar þjár eða fjórar vikur, maður heyrir sögur af leikmönnum meiðast og þeir munu missa af HM.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rosalegur reikningur af strippklúbb lekur út – Hentu frægum vini sínum undir rútuna

Rosalegur reikningur af strippklúbb lekur út – Hentu frægum vini sínum undir rútuna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: Blikar einir á toppnum eftir sigur á Val – FH kom sér úr botnsætinu og jafnt í Garðabæ

Besta deildin: Blikar einir á toppnum eftir sigur á Val – FH kom sér úr botnsætinu og jafnt í Garðabæ
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Íslandsvinurinn gaf þriggja ára dóttur sinni úr sem kostar tæpar 2 milljónir

Íslandsvinurinn gaf þriggja ára dóttur sinni úr sem kostar tæpar 2 milljónir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að Grealish verði að fara eftir örlög hans um helgina

Segir að Grealish verði að fara eftir örlög hans um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fleiri mörk í meira en helmingi færri leikjum

Fleiri mörk í meira en helmingi færri leikjum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Miskunnarlaus ákvörðun Liverpool

Miskunnarlaus ákvörðun Liverpool
433Sport
Í gær

Viðbrögð hans um helgina vöktu athygli – Nú orðaður við United og annað stórlið

Viðbrögð hans um helgina vöktu athygli – Nú orðaður við United og annað stórlið
433Sport
Í gær

Óttast mjög að Amorim gangi burt í sumar

Óttast mjög að Amorim gangi burt í sumar