fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Varar liðið við að nota fyrirliða sinn á HM – Farþegi sem gæti skemmt fyrir

Victor Pálsson
Föstudaginn 18. nóvember 2022 20:21

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum knattspyrnumaðurinn Craig Burley var mjög harðorður í garð Eden Hazard, leikmanns Real Madrid, í samtali við ESPN í gær.

Hazard hefur ekki sýnt mikið með Real síðan hann gekk í raðir liðsins árið 2019 en hann kom til félagsins frá Chelsea.

Á tímabilinu hefur Hazard aðeins spilað 229 mínútur en hann er enn fyrirliði Belgíu sem spilar á HM í Katar í þessum mánuði.

Burley segir að Hazard sé farþegi í dag og að Roberto Martinez, landsliðsþjálfari, megi ekki nota hann ef frammistaðan er eins og hún hefur verið á Spáni.

,,Áður en La Liga fór af stað þá ræddum við mikið um Hazard. Við höfum haldið áfram að tala um hann ítarlega,“ sagði Burley.

,,Allir voru að reyna að finna leið fyrir hans endurkomu og að sýna jafnvel 50 prósent af því sem hann gerði hjá Chelsea.“

,,Við skulum vera hreinskilin. Ef hann sýnir eitthvað af því sem hann hefur gert hjá Real Madrid þar sem hann er varamaður, ef hann gerir það fyrir landsliðið þá þarf Martinez að taka ákvörðun og gæti skilið hann eftir. Það skiptir ekki máli hvort þetta sé fyrirliði liðsins.“

,,Vill Martinez fá endalausa gagnrýni í fjölmiðlum eða vill hann ná árangri á HM? Ef hann er ekki að spila vel þá getur hann ekki spilað á HM. Hversu mörg lið hafa unnið HM með farþega innanborðs? Engin, það er það sem hann er í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu