fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
433Sport

Viðtalið umdeilda heldur áfram að gera allt vitlaust – Ronaldo nefnir þrjá sem leggja sig fram hjá United

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 17. nóvember 2022 08:33

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir vita fór Cristiano Ronaldo í umdeilt viðtal við Piers Morgan á dögunum.

Þar gagnrýnir hann marga hjá félagi sínu, Manchester United, þar á meðal knattspyrnustjórann Erik ten Hag.

Fyrri hluti viðtalsins birtist í heild í gær. Þar gagnrýnir Ronaldo meðal annars unga leikmenn United, sem hann telur ekki að muni eiga langa knattspyrnuferla.

„Ég vil leiða með fordæmi. Ég er líklega sá fyrsti til að mæta og síðasti til að fara heim,“ segir Ronaldo.

„Þeir hlusta á það sem þú segir en tveimur mínútum seinna eru þeir farnir að gera það sem þeir telja að sé betra.

Ég vil leiða með fordæmi. Sumir elta mig, en það eru ekki margir.“

Ronaldo sér ekki fyrir sér að margir ungir leikmenn United muni ná langt.

„Þeim er alveg sama. Jú kannski einhverjum. Það kemur mér samt ekki á óvart og ég held að þeir muni ekki eiga langa ferla. Það er hægt að telja það á fingrum annarar handar hversu margir af þessari kynslóð munu ná hæsta stiginu.“

Ronaldo var spurður út í það hvaða leikmenn væru að leggja sig fram eins og þarf hjá United.

„Diogo Dalot er ungur en mikill atvinnumaður. Hann verður lengi að. Svo er það Lisandro Martinez. Casemiro, hann er auðvitað kominn yfir þrítugt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sancho hefur engan áhuga á að spila fyrir Manchester United

Sancho hefur engan áhuga á að spila fyrir Manchester United
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt

Albert er veikur og getur ekki tekið þátt