fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Sindri Kristinn mættur í FH – Fyrsti leikmaðurinn sem Heimir fær

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 22:30

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt öruggum heimildum 433.is hefur markvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson skrifað undir samning hjá FH.

Sindri kemur til FH á frjálsri sölu frá Keflavík þar sem samningur hans var á enda.

Sindri er fyrsti leikmaðurinn sem Heimir Guðjónsson fær til FH en hann var ráðinn þjálfari liðsins í síðustu viku.

Sindri er fæddur árið 1997 en hann spilaði 25 leiki fyrir Keflavík í Bestu deildinni í sumar og stóð sig með miklum ágætum.

FH ákvað að endursemja ekki við Gunnar Nielsen sem hefur yfirgefið félagið. Atli Gunnar Guðmundsson varði mark FH seinni hluta tímabilsins og verður áfram hjá félaginu.

Sindri var í landsliðshópi Íslands sem mætti Sádí Arabíu og Suður-Kóreu á dögunum en kom þó ekki við sögu í þeim leikjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu

England: Tryggði stig gegn United með sinni fyrstu snertingu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth

Guðlaugur Victor rifti við Plymouth
433Sport
Í gær

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Í gær

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur

Fyrirliðinn spenntastur fyrir þessum leikmanni í vetur
433Sport
Í gær

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal
433Sport
Í gær

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik

Vildi ekki kveðja en var neyddur af liðsfélögunum – Sjáðu fallegt augnablik