fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Neville segir Arsenal ekkert hafa sannað nema að þeir klúðri sínum málum á endanum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn og Manchester United-goðsögnin Gary Neville segir að enn sé langt í það að Arsenal sanni það fyrir honum að liðið geti barist um Englandsmeistaratitilinn.

Arsenal er á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan Manchester City sem stendur.

„Það eru 25 leikir eftir af tímabilinu, með mikilli truflun frá HM, en ég sé Arsenal ná topp fjórum á þessari leiktíð,“ segir Neville.

„Ef Arsenal tapar tveimur leikjum og liðin fyrir neðan vinna á sama tíma eykst pressan og það er þá sem við sjáum hvort Arsenal höndli hana. Stóra augnablikið verður í febrúar og mars, þá sjáum við úr hverju þeir eru gerðir.

Það eina sem Arsenal hefur sannað undanfarin ár er að liðið klúðrar málunum í lok tímabils. Þar til ég sé annað hef ég alltaf efasemdir, og af hverju myndi ég ekki hafa þær?“

Neville hefur ekki trú á því að Arsenal geti barist við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn allt til enda.

„Manchester City mun vinna deildina með 10-15 stigum á þessari leiktíð. Ég hef séð þetta áður þegar þú ert með lið sem er svona frábært. Það voru nokkur svona skipti þegar ég var leikmaður Manchester United, maður sá bara að þegar lið hefur það ekki í sér að fara alla leið og berjast við efsta liðið.

Ef Arsenal tekst það verður það ótrúlegt. Ég vil að City sé veitt samkeppni, en það gerist ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar