fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Blatter viðurkennir að það séu mistök að halda HM í Katar – Ástæðan ekki sú sem flestir halda

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 13:30

Sepp Blatter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sepp Blatter, afar umdeildur fyrrum forseti FIFA, viðurkennir að það hafi verið mistök að leyfa Katar að halda Heimsmeistaramótið á þessu ári.

Blatter var við völd árið 2010 þegar ákveðið var að Katar fengi að halda mótið. Hann var alls við stjórnvölinn hjá FIFA í sautján ár og er talið að mikil spilling hafi átt sér stað innan sambandsins á þeim tíma.

„Á þessum tíma ákváðum við að Rússland fengi HM 2018 og Bandaríkin 2022. Það hefði verið merki um frið ef þessir andstæðingar til langs tíma héldu mótið hvert á eftir öðru,“ segir Blatter.

Ástæðan fyrir því að Blatter telur það hafa verið mistök að leyfa Katar að halda HM er þó ekki sú að talið sé að 6500 farandverkamenn hafa dáið við að byggja vellina sem hýsa mótið eða sú staðreynd að samkynhneigð er bönnuð í landinu.

„Þetta er of lítið land. Fótbolti og HM eru of stór fyrir það,“ segir Blatter.

HM í Katar hefst eftir tólf daga, þann 20. nóvember. Því lýkur svo með sjálfum úrslitaleiknum þann 18. desember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fengu skilaboð frá þeim besta eftir að titillinn vannst – Sjáðu hvað hann birti

Fengu skilaboð frá þeim besta eftir að titillinn vannst – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Í gær

Salah opnar sig um hvað átti sér stað – ,,Ég er ekki að ráðast á Liverpool en veit hvernig þeir hafa komið fram við leikmenn“

Salah opnar sig um hvað átti sér stað – ,,Ég er ekki að ráðast á Liverpool en veit hvernig þeir hafa komið fram við leikmenn“
433Sport
Í gær

Crystal Palace bikarmeistari eftir sigur á Manchester City

Crystal Palace bikarmeistari eftir sigur á Manchester City