fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Voru vinir áður en ástin blómstraði – „Ég var oft að fara þangað í hádegismat“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 08:52

Camilla Rut og Valli Flatbaka eru nýjasta ofurpar Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Camilla Rut Rúnarsdóttir og veitingamaðurinn Valgeir Gunnlaugsson eru nýjasta ofurpar Íslands. En áður en ástin réði för voru þau bara vinir.

Camilla greindi frá þessu í viðtali við Vísi og sagði að að hún og Valgeir, eða Valli flatbaka eins og hann er betur þekktur, hafa þekkst „mjög lengi.“

„En þessi tenging kom svolítið á óvart núna í sumar,“ sagði hún.

Camilla á og rekur fatafyrirtækið Camy Collections. Hún hefur einnig getið sér gott orð sem söngkona og tók nú síðast þátt í uppsetningu á tónleikasýningunni Grease í lok október.

Hún skildi við fyrrverandi eiginmann sinn, Rafn Hlíðkvist Björgvinsson, fyrr á þessu ári. Í maí sögðu þau frá því að þau hygðust skilja í myndbandi á Instagram, þar sem Camilla er með um 32 þúsund fylgjendur.

Sjá einnig: Áhrifavaldurinn Camilla Rut greinir frá skilnaði í einlægri Instagram-færslu – „Búið ykkur undir single-mom content“

Camilla og Rafn eiga saman tvo syni. Valgeir á son úr fyrra sambandi. Hann er eigandi Íslensku flatbökunnar og opnaði nýlega veitingastaðinn Indican í Hagamel.

Kíkti oft til hans í hádegismat

Samband Camillu og Valgeirs var opinberað í lok síðustu viku. Ástin hefur verið að blómstra síðan í sumar og segir Camilla það hafi henni á óvart.

„Við höfum verið fínir vinir í gegnum tíðina. Ég var að vinna hjá fyrirtæki sem var með skrifstofu á móti Flatbökunni og var oft að fara þangað í hádegismat,“ sagði hún við Vísi.

Þessa dagana eru þau að njóta þess að verja tímanum saman og vera kærustupar. Áhrifavaldurinn hefur ekki kynnt kærastann fyrir fylgjendum sínum, ástæðan er einfaldlega sú að þau eru aldrei í símanum þegar þau eru saman. Svo ljúf er samveran.

Sjá einnig: Camilla Rut og Rafn selja slotið á 84,9 milljónir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta

Forsetaframbjóðandinn sem gerðist miðill – Hannes lætur efasemdaraddirnar sem vind um eyru þjóta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“