fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Klopp besti kosturinn fyrir besta félagslið heims

Victor Pálsson
Laugardaginn 5. nóvember 2022 20:04

Guardiola og Klopp.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það væri vitleysa frá stjórn Liverpool að reka Jurgen Klopp eftir erfitt gengi Liverpool á tímabilinu til þessa.

Þetta segir goðsögn liðsins, John Barnes, sem hefur tröllatrú á Klopp og telur að enginn geti gert betur í sömu stöðu.

Liverpool hefur alls ekki verið sannfærandi á leiktíðinni til þessa og er 15 stigum frá toppliði Arsenal eftir 12 leiki.

Talað hefur verið um að Klopp sé að kveðja Liverpool eftir byrjunina en Barnes telur að það væru stór mistök ef félagið tekur þá ákvörðun.

,,Klopp er besti maðurinn fyrir starfið. Hann er sá besti fyrir besta félagslið heims,“ sagði Barnes.

,,Þeir munu ekki finna betri stjóra en hann til að taka við. Það er ekki hægt að dæma þetta út frá því sem gerðist í síðustu fimm eða sex leikjum tímabilsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl