fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Xavi reyndi að vera heiðarlegur við Pique – ,,Alltaf skoðun leikmannsins að þetta sé þjálfaranum að kenna“

Victor Pálsson
Laugardaginn 5. nóvember 2022 18:11

Xavi (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona neyddi Gerard Pique ekki til að hætta hjá félaginu en hann spilar sinn síðasta leik um helgina.

Pique hefur leikið með Barcelona frá árinu 2008 en gaf það út fyrir helgi að hann væri að leggja skóna á hilluna.

Barcelona skuldar Pique um 30 milljónir evra í laun en hann ætlar að leggja þá skuld niður og labba frá borði endanlega.

Xavi, stjóri Barcelona, hefur tjáð sig um málið en hann ræddi við Pique í sumar og tjáði leikmanninum að hann yrði ekki númer eitt í goggunarröðinni á tímabilinu.

,,Pique er leikmaður sem er enn samningsbundinn og hefði getað haldið áfram hjá félaginu,“ sagði Xavi.

,,Við ræddum saman í einrúmi í byrjun sumars og ég útskýrði hans stöðu hjá félaginu sem var eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að gera sem stjóri.“

,,Við heyrðum af hans ákvörðun í þessari viku. Ég hef auðvitað spilað mitt hlutverk í þessari ákvörðun en sannleikurinn er sá að ég hef þurft að velja marga fram yfir Pique í mörgum kringumstæðum.“

,,Það er ekki léttir að hann sé á förum. Þetta er persónuleg ákvörðun fyrir hann og ég hef reynt að vera heiðarlegur í samtali við hann. Það er alltaf skoðun leikmannsins að þetta sé þjálfaranum að kenna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman

Verður sennilega áfram í Manchester eftir allt saman
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telja engar líkur á að Blikar klúðri verkefninu

Telja engar líkur á að Blikar klúðri verkefninu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United var til í að selja en Sancho neitar að fara

United var til í að selja en Sancho neitar að fara
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“

Harðir stuðningsmenn jusu úr skálum reiði sinnar í gær – „Erum að veltast um í drullupolli“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Árangur Amorim sá versti í 16 ár

Árangur Amorim sá versti í 16 ár
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“

Sæbjörn furðar sig á vinnubrögðunum í Kópavogi – „Mér finnst þetta gjörsamlega glórulaust“
433Sport
Í gær

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull

Einn af þeim gleymdu hjá United kominn til Hull
433Sport
Í gær

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA