fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Segir að rússneskir herforingjar hafi rætt það sem sé óhugsandi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. nóvember 2022 05:44

Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands og herforingjar í bakgrunni. Mynd/Reuters

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háttsettir rússneskir herforingjar funduðu nýlega og ræddu um hvernig Rússar geta beitt vígvallarkjarnorkuvopnum í Úkraínu. Vladímír Pútín, forseti, var ekki á fundinum sem snerust um slæmt gengi rússneska hersins í stríðinu.

The New York Times skýrir frá þessu og hefur eftir háttsettum bandarískum embættismönnum.

Þessar viðræður herforingjanna eru sagðar hafa valdið áhyggjum í Washington því þær benda til að orðaskak Pútíns og annarra háttsettra rússneskra embættismanna sé ekki bara orðin tóm.

Heimildarmenn The New York Times lögðu áherslu á að Bandaríkin hafi ekki séð neinar sannanir fyrir því að Rússar hafi flutt kjarnorkuvopn til Úkraínu eða undirbúið notkun slíkra vopna en margir hafa talið óhugsandi að Rússar grípi í raun til þeirra í stríðinu í Úkraínu.

John F. Kirby, sem á sæti í þjóðaröryggisráðinu, neitaði að tjá sig um upplýsingar The New York Times en sagði að bandarísk stjórnvöld hafi alltaf sagt að taka verði hótanir Rússar um beitingu kjarnorkuvopna alvarlega. Áfram verði fylgst með þróun mála eins vel og hægt er.

Bandaríska varnarmálaráðuneytið telur að Rússar eigi allt að 2.000 vígvallarkjarnorkuvopn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um

Neita að borga konu sem varð fyrir slysi í vinnuferð fullar bætur þrátt fyrir úrskurð þar um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“

Anna steinhissa á því að vera álitin fyrirmynd ungs hinsegin fólks – „Þetta var eiginlega meira en ég átti skilið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“

Hyggst leita réttar síns gagnvart sveitarstjóra Mýrdalshrepps – „Hundarnir svæfðir í fanginu á mér meðan ég er hágrátandi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð

Þetta eru flugleiðirnar þar sem oftast má búast við ókyrrð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns