fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
433Sport

Matti Vill ætlar að taka sér tíma – „Ætla ekkert að tjá mig um við hverja ég hef talað“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. nóvember 2022 14:00

Eythor Arnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matthías Vilhjálmsson fyrirliði FH segir ekki á hreinu hvað framtíðin ber í skauti sér. Samningur Matthías við FH er að renna út og hafa félög í deildinni staðfest áhuga á honum.

Ljóst er að FH vill halda í sinn markahæsti mann frá liðnu tímabili, þegar FH var upp við vegg og framtíð félagsins í efstu deild í hættu steig Matthías upp. Hann skoraði þrennu í mikilvægum sigri á Leikni undir lok móts sem hjálpaði FH að halda sér í deildinni.

Tímabilinu lauk á laugardag en það var langt að þessu sinni vegna breytinga á fyrirkomulagi efstu deildar. „Það er gott samtal á milli okkar,“ segir Matthías í samtali við 433.is og á þar við FH.

„Það var lokahóf á laugardaginn og svo fær maður áminningu á samfélagsmiðlum degi síðar að undirbúningstímabilið hafi byrjað fyrir ári síðan. Ég ætla að fá smá tíma og anda aðeins, skoða tímabilið í heild sinni.“

FH sem er sigursælasta lið Íslands í seinni tíð hefur upplifað erfið ár. „Ég er bara að skoða mín mál, það er ekkert leyndarmál að þetta var mjög erfitt tímabil fyrir alla hjá FH, bæði alla félagsmenn og leikmenn. Ég er núna bara á leið í frí með konunni minni og mun hugsa mín mál á næstunni.“

Matthías er 35 ára gamall en eftir níu ár í atvinnumennsku snéri hann heim í FH fyrir tímabilið 2021.

Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings hefur staðfest áhuga sinn á sóknarmanninum knáa og þá hafa fleiri lið verið nefnd til sögunnar. „Ég ætla ekkert að tjá mig um það við hverja ég hef talað,“ segir Matthías og vill ekkert gefa upp hvaða samtöl eða fundir hann hefur tekið.

„Arnar og ég spiluðum saman í FH og hann þekkir mig eðlilega sem leikmann. Ég hef það bara fyrir sjálfan mig við hverja ég hef átt samtal þangað til ég hef tekið ákvörðun,“ segir Matthías.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Máni ómyrkur í máli eftir vendingar síðustu daga – „Þú hefur kannski ekki sinnt þínu starfi almennilega“

Máni ómyrkur í máli eftir vendingar síðustu daga – „Þú hefur kannski ekki sinnt þínu starfi almennilega“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins

Neville segir að United verði að leysa málið í hvelli – Annars muni þetta skemma vinnu liðsins
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ramsey kominn til Newcastle

Ramsey kominn til Newcastle
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Bandaríkjamaðurinn reiður eftir tilboðið: ,,Blaut tuska í andlitið“

Bandaríkjamaðurinn reiður eftir tilboðið: ,,Blaut tuska í andlitið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA

Besta deildin: Víkingar með sterkan sigur gegn ÍA
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Arsenal vann stórleikinn á Old Trafford

England: Arsenal vann stórleikinn á Old Trafford
433Sport
Í gær

Bíður og bíður eftir Chelsea

Bíður og bíður eftir Chelsea
433Sport
Í gær

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær