fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Mörg þúsund rússneskir hermenn sendir á vígvöllinn með „varla nothæf vopn“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. nóvember 2022 06:39

Lík rússneskra hermanna í Lyman. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir af þeim mönnum sem hafa verið kvaddir í rússneska herinn að undanförnu hafa verið sendir á vígvöllinn með „varla nothæf“ vopn. Þetta segja breskir sérfræðingar í varnarmálum. Þeir segja að heimildir hermi að margir hermannanna hafi fengið vopn frá tímum Sovétríkjanna, vopn sem voru þróuð á sjötta áratugnum.

Tilkynnt var um herkvaðningu 300.000 rússneskra karla í september og er búið að senda um 82.000 af þeim á vígvöllinn í Úkraínu. Breska varnarmálaráðuneytið telur að margir þeirra séu með gömul vopn, allt frá því á sjötta áratugnum. Sky News skýrir frá þessu.

Myndir benda til að hermenn hafi fengið riffla sem eru rúmlega sextíu ára gamlir. Vitað er að Rússar eiga í erfiðleikum með birgðaflutninga og við að afla sér nauðsynlegra aðfanga.

Í færslu varnarmálaráðuneytisins á Twitter um gang stríðsins segir að í september hafi margir rússneskir herforingjar haft áhyggjur af að nýju hermennirnir myndu koma vopnlausir til Úkraínu.

Ráðuneytið segir að út frá ljósmyndum megi ráða að margir nýliðanna hafi fengið AKM riffla sem komu fyrst fram á sjónarsviðið 1959. Segir ráðuneytið að margir þeirra séu líklega varla nothæfir eftir að hafa verið geymdir við slæm skilyrði.

AKM rifflarnir nota 7.62 mm skot en hefðbundnar rússneskar hersveitir eru aðallega vopnaðar AK-74M og AK-12 rifflum sem nota 5.45 mm skot. Þetta þýðir að nú verða Rússar að flytja tvær tegundir skotfæra fram í víglínuna í stað einnar. Ráðuneytið telur að þetta muni gera birgðaflutninga Rússa enn flóknari en áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“