Eagles of Death Metal héldu tónleika í Bataclan-höllinni í gær – Voru að spila þegar hryðjuverkin í París áttu sér stað


Bandaríska rokkhljómsveitin Eagles of Death Metal hélt í gærkvöldi tónleika í Bataclan-tónleikahöllinni í París. Hljómsveitin spilaði þar síðast þegar hryðjuverkin í París áttu sér stað og fjöldi fólk lést, meðal annars í tónleikahöllinni.
Í gær steig sveitin því aftur á svið, um þremur mánuðum eftir að hryðjuverkamenn réðust inn í höllina á meðan á tónleikum þeirra stóð. Hátt í hundrað létust í árásinni í Bataclan í nóvember. Á tónleikunum í gær voru hundruð eftirlifenda ásamt fjölskyldum þeirra sem særðust eða létu lífið í árásinni staddir á tónleikunum.
Hljómsveitarmeðlimir Eagles of Death Metal höfðu lofað aðdáendum sínum að þeir myndu klára tónleikanna sem hryðjuverkamennirnir eyðilögðu. Í frétt Guardian segir að tónleikarnir í gær hafi gengið vel. Fram kemur að tónleikarnir hafi verið ansi tilfinningaþrungnir enda árásin enn í fersku minni margra.