fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Hækka viðbúnaðarstig norska hersins – Støre segir stöðuna mjög alvarlega

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. nóvember 2022 08:00

Norskur hermaður við eftirlit við rússnesku landamærin. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá og með deginum í dag verður viðbúnaðarstig norska hersins hækkað. Þetta er í fyrsta sinn í átta ár sem viðbúnaðarstigið er hækkað. Ástæðan fyrir auknum viðbúnaði er stríðið í Úkraínu og aukin umsvif Rússa í Noregi eftir því sem norskir fjölmiðla segja.

Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra, tilkynnti þetta á fréttamannafundi í gær. Hann sagði að framvegis verði aukin gæsla við innviði tengda olíu- og gasvinnslu Norðmanna. Einnig verður aukin áhersla lögð á eftirlit á þeim stóru hafsvæðum sem heyra undir Noreg. Sérstök áhersla verður á Norðursjó þar sem Norðmenn stunda mikla olíu- og gasvinnslu.

Støre sagði stöðuna alvarlega: „Staða öryggispólítískra mála hefur ekki verið alvarlegri áratugum saman,“ sagði hann að sögn Aftenposten.

Á síðustu vikum hafa norskir fjölmiðlar fjallað mikið um aukin umsvif rússneska hersins nærri norsku landamærunum en landamæri ríkjanna eru um 200 km að lengd. Að auki hafa rússneskir ríkisborgarar verið handteknir með dróna í bílum sínum, flugvöllum hefur verið lokað og gæsla hefur verið aukin við olíu- og gasvinnsluborpalla. Rússneskur gestafræðimaður var nýlega handtekinn, grunaður um njósnir. Fram hefur komið í fjölmiðlum að hann sé útsendari rússnesku leyniþjónustunnar.

Støre sagði að allt þetta geri að verkum að Norðmenn þurfi að vera enn betur á verði. Hann sagði að þessi aukna spenna geri að verkum að Norðmenn verði frekar fyrir hótunum, njósnum og reynt sé að hafa áhrif á samfélagið. Það sé í raun nauðsynlegt fyrir öll aðildarríki NATO að vera á varðbergi gagnvart þessu.

Hann sagði enga ástæðu til að halda að Rússar hafi í hyggju að ráðast á Noreg en það verði samt sem áður að sýna árvekni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“