fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
433Sport

Ætla að heiðra Emil á morgun og birta að því tilefni fallegt myndband

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 28. október 2022 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun leikur FH sinn síðasta leik á tímabilinu þegar að ÍA mætir í Kaplakrika, en leikurinn hefst klukkan 13:00.

„Við ætlum að nýta tækifærið og heiðra Emil Pálsson. Það var haustið 2010 sem Emil gekk til liðs við FH, þá aðeins 17 ára gamall en þrátt fyrir ungan aldur hafði hann þegar leitt lið BÍ/Bolungarvíkur upp úr 2. deild um sumarið. Eins og við vitum var tími Emils hjá FH algjörlega magnaður. Hann varð margfaldur Íslandsmeistari með FH og tók þátt í Evrópuævintýrum liðsins. Á meðan Emil lék með FH var hann einnig valinn besti leikmaður deildarinnar og spilaði með íslenska landsliðinu, það kom því engum á óvart þegar Emil fór út í atvinnumennsku þar sem hann átti farsælan feril í Noregi,“ segir á vef FH.

Emil fór í hjartastopp á síðasta ári og hafði ætlað að snúa aftur á völlinn þegar hann fór aftur í hjartastopp á æfingu með FH.

„Því miður þurfti Emil að leggja skónna á hilluna í sumar en við FH-ingar gleymum aldrei hans framlagi til félagsins. Emil, takk fyrir minningarnar, titlana og vinskapinn. Hlökkum til að sjá þig áfram í Kaplakrika,“ segir á vef FH.

Emil til heiðurs hefur FH birt þetta fallega myndband.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram

Van Dijk vonar innilega að Chiesa verði áfram
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær

Sammála um að Guardiola hafi logið að öllum í gær
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea

Enn eitt áfallið fyrir Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni

Ungur drengur í Bandaríkjunum vekur mikla athygli – Yfirgaf bílinn til að fá áritun frá hetjunni
433Sport
Í gær

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora

Daníel Tristan með stórleik og Ísak Snær heldur áfram að skora
433Sport
Í gær

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum

Ofurtölvan spáir United 12. sæti og Liverpool titlinum
433Sport
Í gær

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard

Arteta kannaði málið og allir völdu Ödegaard
433Sport
Í gær

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota

Allir í stúkunni stóðu saman og heiðruðu minningu Jota