fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Halldór lagði til aukinn kostnað á félögin á síðasta stjórnarfundi KSÍ

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. október 2022 17:30

Frá höfuðstöðvum KSÍ / Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór B. Jóhannsson formaður dómaranefndar ræddi um dómaramál sambandsins á síðasta stjórnarfundi sambandsins en fundargerðin var loks birt í vikunni.

Halldór fór yfir árangur þess að ráða tímabundinn starfsmann í dómaramál, en því starfi lauk í lok september.

Halldór bar upp þá tillögu að KSÍ innheimti ferðakostnað dómara í samræmi við grein 19.7. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót:

„Af hverjum leik sem fram fer í efstu-, 1.-, 2.-, 3.- og 4. deild karla og efstu-. 1.- og 2. deild kvenna skal heimaliðið greiða ákveðið gjald til að standa undir ferða- og uppihaldskostnaði dómara og aðstoðardómara vegna leikja í viðkomandi deild. KSÍ ákveður upphæð þessa gjalds í ofangreindum deildum og greiðslur til dómara vegna uppihaldskostnaðar og aksturs eigin bifreiða…,“ segir í fundargerð KSÍ.

„Þær tekjur sem þannig væru innheimtar yrðu nýttar í að fjármagna nýtt stöðugildi í dómaramálum og styðja þannig við starfsemi aðildarfélaga. Stjórn samþykkti að vísa tillögu Halldórs til fjárhags- og endurskoðunarnefndar,“ segir einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Eiður Smári fór til læknis – „Sæll Eiður, ég er með bæði góðar og slæmar fréttir“

Eiður Smári fór til læknis – „Sæll Eiður, ég er með bæði góðar og slæmar fréttir“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Netníðingar réðust á 16 ára stelpu og gerðu grín að útliti hennar

Netníðingar réðust á 16 ára stelpu og gerðu grín að útliti hennar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hojlund opnar dyrnar og viðræður komnar á fullt

Hojlund opnar dyrnar og viðræður komnar á fullt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Forest að kaupa öflugan leikmann frá City

Forest að kaupa öflugan leikmann frá City
433Sport
Í gær

Vill enga neikvæðni í kringum liðið og Isak fær ekki að æfa

Vill enga neikvæðni í kringum liðið og Isak fær ekki að æfa
433Sport
Í gær

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina
433Sport
Í gær

Ungi karlmaðurinn lést af áverkum eftir alvarlegt bílslys

Ungi karlmaðurinn lést af áverkum eftir alvarlegt bílslys
433Sport
Í gær

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni