fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Halldór lagði til aukinn kostnað á félögin á síðasta stjórnarfundi KSÍ

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 20. október 2022 17:30

Frá höfuðstöðvum KSÍ / Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór B. Jóhannsson formaður dómaranefndar ræddi um dómaramál sambandsins á síðasta stjórnarfundi sambandsins en fundargerðin var loks birt í vikunni.

Halldór fór yfir árangur þess að ráða tímabundinn starfsmann í dómaramál, en því starfi lauk í lok september.

Halldór bar upp þá tillögu að KSÍ innheimti ferðakostnað dómara í samræmi við grein 19.7. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót:

„Af hverjum leik sem fram fer í efstu-, 1.-, 2.-, 3.- og 4. deild karla og efstu-. 1.- og 2. deild kvenna skal heimaliðið greiða ákveðið gjald til að standa undir ferða- og uppihaldskostnaði dómara og aðstoðardómara vegna leikja í viðkomandi deild. KSÍ ákveður upphæð þessa gjalds í ofangreindum deildum og greiðslur til dómara vegna uppihaldskostnaðar og aksturs eigin bifreiða…,“ segir í fundargerð KSÍ.

„Þær tekjur sem þannig væru innheimtar yrðu nýttar í að fjármagna nýtt stöðugildi í dómaramálum og styðja þannig við starfsemi aðildarfélaga. Stjórn samþykkti að vísa tillögu Halldórs til fjárhags- og endurskoðunarnefndar,“ segir einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot