fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Ekki spilað eina mínútu en er samt mikilvægur – Engin ákvörðun tekin ennþá

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 19. október 2022 19:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er bull að Chelsea sé að reyna að losna við miðjumanninn Denis Zakaria sem fyrst en hann kom til félagsins í sumar.

Þetta segir Graham Potter, stjóri Chelsea, en Zakaria hefur ekki spilað eina mínútu fyrir bláliða hingað til.

Zakaria kom til enska félagsins á láni frá Juventus í sumar en þá var Thomas Tuchel við stjórnvölin en Potter tók síðar við.

Talað hefur verið um að Chelsea ætli að senda Zakaria aftur til Juventus í byrjun næsta árs en Potter neitar fyrir þær sögusagnir.

,,Við höfum ekki teið neina ákvörðun. Denis hefur verið hluti af hópnum, hann æfir vel og er tilbúinn að hjálpa liðinu,“ sagði Potter.

,,Augljóslega þá er samkeppni í þessari stöðu, við höfum þó ekki talað um neitt af þessu. Hann er mikilvægur hluti af liðinu og er þolinmóður.“

,,Hann reynir að hjálpa liðinu á hliðarlínunni og hann bíður eftir tækifærinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“

Mynd: Hátt settur maður í bobba – „Hvað viltu fá fyrir að sofa hjá?“
433Sport
Í gær

Darwin Nunez strax aftur til Englands?

Darwin Nunez strax aftur til Englands?
433Sport
Í gær

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“

Mjög óvænt skref í lífinu: Dómari þegar fegursta kona í heimi verður kjörin – „Við elskum að sjá fallegar konur“
433Sport
Í gær

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig

Carragher meinaður aðgangur að heimavelli City í vikunni – UEFA og City vilja ekki tjá sig