fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Leikmenn vilja hlutina meira undir stjórn Ten Hag

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 18. október 2022 20:12

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn Manchester United vilja meira eftir komu Erik ten Hag í sumar en hann tók við sem stjóri liðsins.

Þetta segir markmaðurinn David de Gea en Man Utd hefur byrjað allt í lagi undir Ten Hag og er í fimmta sæti deildarinnar.

Liðið byrjaði alls ekki vel undir stjórn Hollendingsins og tapaði gegn Brighton og Brentford en hefur svarað vel fyrir sig.

De Gea segir að það sé meira hungur í liðinu en áður og virðist vera mjög ánægður með störf Ten Hag til þessa.

,,Að mínu mati erum við að spila betur. Við erum að vinna mjög erfiða leiki og höldum hreinu,“ sagði De Gea.

,,Það er mjög mikilvægt og ég finn fyrir því. Leikmennirnir vilja meira í dag, við erum hungraðir og það er gott merki. Við þurfum að halda áfram að gera vel og berjast sem lið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti
433Sport
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans