fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Mygla fannst undir nýrri milljarða höll Garðbæinga

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. október 2022 14:30

Æft verður í Miðgarði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mygla hefur fundist undir gervigrasinu í knatthúsinu Miðgarði í Garðabæ. Þetta kom fram á fundi bæjarstjórnar í Garðabæ í morgun. Vísir vakti athygli á þessu í kjölfarið.

Vatn flæddi inn í knatthúsið í mars og er gert ráð fyrir að það sé ástæðan fyrir því að myglan hafi myndast.

Líklega þarf að skipta um gúmmíundirlag gervigrassins í knatthúsinu til að fjarlægja sveppinn sem hefur myndast þar undir. Þar til þá verður sveppnum haldið í skefjum með sótthreinsun.

„Beðið er frekari niðurstaðna um umfang vandans en reiknað er með að á einhverjum tímapunkti þurfi að fletta gervigrasi upp og skipta um gúmmíundirlag. Samkvæmt ráðleggingum sérfræðinga verður jarðvegssveppnum haldið niðri með reglulegri sótthreinsun þangað til gúmmíundirlag verður fjarlægt. Fyrsta sótthreinsun fór fram laugardaginn 15. október. Regluleg sótthreinsun mun fara fram á þeim tíma sem ekki eru æfingar eða kennsla þar sem gervigrasið er og tryggt verður að öll ummerki sótthreinsunar verða horfin áður en notkun hefst á ný eftir hverja hreinsun,“ segir í fundargerð bæjarstjórnar.

Miðgarður kostaði mikla fjármuni í byggingu. Talið er að heildarkostnaður verksins hafi verið um fjórir milljarðar íslenskra króna. Þetta er ein stærsta framkvæmd sem Garðabær hefur ráðist í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman

Tuchel telur að Foden og Bellingham geti ekki byrjað leiki saman
433Sport
Í gær

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
433Sport
Í gær

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti

Brynjar Björn til starfa í Breiðholti
433Sport
Í gær

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans