fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Greenwood mætti meintum þolanda sínum í réttarsal

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 17. október 2022 10:40

Mason Greenwood.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood, leikmaður Manchester United á Englandi, mætti í réttarsal í morgunsárið.

Greenwood var handtekinn í janúar. Hann er grunaður um kynferðisbrot, heimilisofbeldi og líflátshótanir í garð fyrrum unnustu sinnar.

Hann hafði verið laus gegn tryggingu frá handtöku en var handtekinn á ný um helgina, þar sem hann var sagður hafa sett sig í samband við meint fórnarlamb sitt.

Greenwood var í kjölfarið ákærður, en Englendingurinn ungi eyddi síðustu tveimur nóttum í fangaklefa.

Sem fyrr segir mætti hann svo í réttarsal í dag, sem og fórnarlamb hans.

Greenwood mætti í dag til að staðfesta nafn sitt, fæðingardag og heimilisfang til að hefja réttarhöldin. Viðstaddir fengu svo að heyra um það sem sóknarmaðurinn er sakaður um.

Greenwood hefur hvorki fengið að æfa né spila með United á meðan málið er til rannsóknar. Félagið þarf þó áfram að borga honum tugi milljóna í laun á mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Albert leggur Gula spjaldið á hilluna og fer aftur í faðm Hjörvars

Albert leggur Gula spjaldið á hilluna og fer aftur í faðm Hjörvars
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð

United og Chelsea ekki að ná saman um kaupverð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vill enga neikvæðni í kringum liðið og Isak fær ekki að æfa

Vill enga neikvæðni í kringum liðið og Isak fær ekki að æfa
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina
433Sport
Í gær

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028
433Sport
Í gær

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör

Donnarumma sagður hafa náð saman við City um kaup og kjör