fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fókus

Eign dagsins: Draumkennd og björt penthouse-íbúð í Bryggjuhverfi

Fókus
Fimmtudaginn 13. október 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að íbúð sem nú er til sölu í Bryggjuhverfi sé sannkallaður draumur í dós, eða draumur í steypu öllu heldur.

Um er að ræða stórglæsilega fjögurra herbergja penthouse-íbúð með sjávarútsýni í Tangabryggju. Eins og vanalega með íbúðir af þessu tagi er íbúðin einstaklega rúmug og hátt til lofts sem gerir íbúðina einstaklega bjarta og notalega. Fallegt útsýnið til sjávar skemmir svo engan veginn fyrir.

Hún er í heildina skráð 135,7 fermetrar, er á tveimur hæðum og skiptist í forstofu, tvö baðherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, sjónvarpsrými, þrjú svefnherbergi og vinnurými. Sérgeymsla er svo í kjallara og stæði í bílageymslu.

Húsið var byggt árið 2019 og er því mjög mjög nýlegt. Húsið er svo klætt að utan með vandaðri klæðningu sem tryggir lágmarks viðhald á húsinu.

Ásett verð er 104,9 milljónir en fasteignamat 2021 verður 76,7 milljónir.

Nánar má lesa um eignina á Fasteignavef DV

Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Mynd/Fasteignaljósmyndun
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“