fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Sammi segir gott að klára þjálfaramálin strax – „Það fór ógurlegt fíaskó af stað í fyrra þegar Skaginn hirti Jón af okkur“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. október 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Smári Lamude tók í dag við þjálfun Vestra í Lengjudeild karla. Hann skrifaði undir tveggja ára samning. Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, taldi Davíð spennandi kost. Ekki skemmdi fyrir að hann var tilbúinn að flytja vestur.

„Við mundum gríðarlega miklar vonir við Davíð. Hann er stór karakter og við bindum miklar vonir við að hann hjálpi okkur að taka næsta skref,“ segir Samúel.

Davíð hefur þjálfað Kórdrengi og náð frábærum árangri undanfarin ár.

„Liðin hans eru ótrúlega vel skipulögð og dugleg. Þeir sem hafa horft á Kórdrengi sjá líka að þeir reyna að spila fótbolta, þó þeir séu þekktari fyrir varnarleik.“

Vestri vill gera töluvert betur en á síðasta tímabili.

„Síðasta tímabil var vonbrigði. Við enduðum í tíunda sæti, sem er langt fyrir neðan það sem við ætluðum okkur. Við erum alltaf að berjast frá ári til árs að vera klárir fyrr. Aðstöðuleysi spilar þar stórt hlutverk. Við höfum litla sem enga vetraraðstöðu. Ég vil nýta tækifærið að skora á bæði Bolungarvík og Ísafjörð að huga að þessu, aðstaðan fyrir vestan verður að batna. Það er mikill metnaður í íþróttum fyrir vestan þannig aðstaðan fyrir knattspyrnuiðkun verður að lagast.“

Sem fyrr segir mun Davíð flytja vestur. „Hann mun klárlega hafa meiri tíma með liðinu. Við teljum að þetta hjálpi klárlega til.“

Rétt fyrir síðasta tímabil fékk ÍA Jón Þór Hauksson, þá þjálfara Vestra, yfir til sín. Samúel segir gott að þjálfaramál séu komin á hreint nú strax í október.

„Það fór ógurlegt fíaskó af stað í fyrra þegar Skaginn hirti Jón af okkur. Gunni er toppdrengur og gerði vel við erfiðar aðstæður.“

Á næsta ári verður úrslitakeppni í Lengjudeildinni, þar sem liðin í öðru til fimmta sæti keppa um að fylgja efsta liðinu upp í Bestu deildina.

„Ég myndi halda að það ætti frekar að henta Vestra en ekki, því við erum oft frekar ryðgaðir í byrjun.“

Ítarlega er rætt við Samúel í spilaranum hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir

Gerir risasamning við Pepsi og fær yfir 200 milljónir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni

Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið

Liverpool gæti þurft að borga allt að 13 milljónir – Margir að kveðja félagið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“

Staðfestir viðræður við nýjan þjálfara – ,,Held að ákvörðun verði tekin í næstu viku“
Hide picture