fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Davíð Smári um nýtt starf: „Ég hef verið í mörgum stöðugildum hjá Kórdrengjum“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 13. október 2022 11:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Smári Lamude horfir spenntur til þess að hefja störf sem þjálfari Vestra en hann skrifaði undir samning í dag.

Davíð hefur síðustu ár stýrt Kórdrengjum og unnið þar kraftaverk, liðið fór úr neðstu deild upp í Lengjudeildina þar sem liðið hefur verið í tvö ár.

„Já og nei,“ sagði Davíð um það hvort ákvörðunin um að hætta með Kórdrengi hafi verið verið.

Samúel Samúelsson formaður meistaraflokksráðs hjá Vestra hefur stundum rætt við Davíð. „Sammi hefur nú sagt einhverja hluti við mig. Aðdragandinn var ekki lengur, þrír eða fjórir dagar. Ákvörðunin er mjög stór, mjög erfitt að kveðja Kórdrengi. Þetta hefur verið stór partur af mér og minni fjölskyldu í mörg ár,“ sagði Davíð.

video
play-sharp-fill

„Verkefnið hjá Vestra er krefjandi og spennandi. Erfið ákvörðun en góð.“

Davíð hefur ekki bara verið þjálfari Kórdrengja heldur hlaupið í öll störf. „Ég er búin að gefa Kórdrengjum allan þann tíma sem mögulegt er síðustu ár. Mér fannst komin tími á breytingar, snúa mér eingöngu að þjálfun. Ég hef verið í mörgum stöðugildum hjá Kórdrengjum og það er helsta ástæðan, manni langar að prófa nýtt. Mér fannst þetta rétt skref fyrir minn feril.“

Vestri átti ágætis spretti í Lengjudeildinni í ár en Davíð segir að laga þurfi ýmislegt. „Leikmannahópurinn er mjög sterkur, einstaklingarnir í liðinu eru sterkir. Það þarf að búa til meiri liðsheild og fá stöðugleika,“ segir Davíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Rómverjar reyna að fá Bailey

Rómverjar reyna að fá Bailey
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rooney svarar ummælum Tom Brady og segir hann ekki skilja fótbolta

Rooney svarar ummælum Tom Brady og segir hann ekki skilja fótbolta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028

Halldór Árnason framlengir við Breiðablik til 2028
433Sport
Í gær

Stefnir í að Liverpool missi af Guehi

Stefnir í að Liverpool missi af Guehi
433Sport
Í gær

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“

Raiola um Donnarumma: ,,Erum í sjokki yfir vinnubrögðunum“
Hide picture