fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Vesturlönd sögð hafa sagt Rússum hver viðbrögðin við kjarnorkuárás verða

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. október 2022 07:00

Macron dælir fé í herinn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar aðildarríkja NATO hafa sett sig í samband við rússneska embættismenn til að vara þá við að grípa til kjarnorkuvopnanotkunar í Úkraínu. Þeir eru sagðir hafa sagt þeim hver viðbrögð Vesturlanda verði ef svo illa fer.

Sky News skýrir frá þessu og hefur eftir Michael Clarke, prófessor og fyrrum forstjóra Royal United Services Institute.

Þegar hann var spurður hver viðbrögð Vesturlanda myndu vera við kjarnorkuvopnanotkun Rússa sagði hann að ráðamenn í Kreml hafi nú þegar verið varaðir við og sagt að Vesturlönd muni ekki sitja aðgerðarlaus.

„Þegar hótanir um beitingu taktískra kjarnorkuvopna voru viðraðar fyrir nokkrum vikum höfðu Bandaríkin og þrjú eða fjögur önnur NATO-ríki samband við rússneska embættismenn og rússnesku herstjórnina og sögðu: „Íhugið það ekki einu sinni“.

„Þeir vilja ekki segja okkur hvað þeir sögðu og það eiga þeir heldur ekki að gera því það verður að vera ákveðin óvissa um þetta til að viðhalda fælingarmætti en þeir virðasthafa sagt: „ Í fyrsta lagi , við höldum ekki að okkur höndum. Við munum ekki aðeins fordæma ykkur, við munum gera ýmislegt í málinu. Í öðru lagi, við munum ekki beita kjarnorkuvopnum en við munum beita hefðbundnum herafla og hann er svo öflugur að við getur ráðist á allar kjarnorkuvopnastöðvar ykkar og innviði. Ef þið svo mikið sem hugsið um að beita kjarnorkuvopnum, ef við sjáum undirbúning þess hefjast, þá gætum við ráðist á ykkur.“

Sagði Clarke að virðist hafa verið skilaboðin til Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Lögregla sendir ökumönnum skýr skilaboð – Yfir þúsund staðnir að hraðakstri

Lögregla sendir ökumönnum skýr skilaboð – Yfir þúsund staðnir að hraðakstri
Fréttir
Í gær

Bjóða upp einbýlishús á Akureyri vegna bílhræja á lóðinni – Heilbrigðisnefnd gáttuð á sinnuleysi eigenda

Bjóða upp einbýlishús á Akureyri vegna bílhræja á lóðinni – Heilbrigðisnefnd gáttuð á sinnuleysi eigenda
Fréttir
Í gær

Ekki stóð steinn yfir steini hjá bónda árum saman – Óþrifnaður, smithætta og léleg mjólkurgæði – Tók sig loks á

Ekki stóð steinn yfir steini hjá bónda árum saman – Óþrifnaður, smithætta og léleg mjólkurgæði – Tók sig loks á
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rýnir í óvænta yfirlýsingu Bandaríkjaforseta – „Mér finnst svolítið eins og Trump sé að afhenda Evrópu Úkraínuvandamálið“

Rýnir í óvænta yfirlýsingu Bandaríkjaforseta – „Mér finnst svolítið eins og Trump sé að afhenda Evrópu Úkraínuvandamálið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ölgerðin afhendir 15 milljónir króna í söfnun fyrir Bryndísarhlíð

Ölgerðin afhendir 15 milljónir króna í söfnun fyrir Bryndísarhlíð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breskir ráðamenn bregðast við ummælum Trump – Harðneita því að borgarstjórinn í London ætli að innleiða Sharia-lög

Breskir ráðamenn bregðast við ummælum Trump – Harðneita því að borgarstjórinn í London ætli að innleiða Sharia-lög