fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fréttir

14 ára gömul upptaka setur rússneskan áróðursmeistara í vanda – „Það sem meira er, ég get ekki ímyndað mér meiri glæpamann“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. október 2022 05:40

Er þetta að springa í andlitið á Pútín? Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum síðustu klukkustundir af Vladimir Solovyov, áróðursmeistara Kremlverja, þar sem hann ræddi við áhorfendur í rússnesku leikhúsi fyrir 14 árum. Þá sagði hann að það að fara í stríð við Úkraínu „væri versti glæpurinn sem hægt sé að ímynda sér“.

Á upptökunni heyrist Solovyov, sem er harður stuðningsmaður Pútíns, segja að það verði „aldrei“ stríð á milli Rússlands og Úkraínu. „Ég orða það svona – það verður aldrei stríð á milli Rússlands og Úkraínu af því að sérhver sá sem reynir af fullri alvöru að leggja út í slíkt stríð er glæpamaður.“

„Það sem meira er, ég get ekki ímyndað mér meiri glæpamann,“ bætti hann síðan við.

Solovyov, sem krafðist nýlega harðra stalínískra aðgerða gegn Úkraínumönnum  sem eiga að „steypa Úkraínu niður í dökka tíma“ lýsir síðan Úkraínubúum sem „bræðrum Rússa í anda, blóði og sögulega séð“ og bætir síðan við að stríð við Úkraínu „væri versti glæpurinn sem hægt er að hugsa sér“.

„Við verðum bara að gera lífið i landinu okkar svo aðlaðandi að Úkraínumenn, Hvítrússar, Moldóvar, Armenar og Georgíumenn vilja lifa í sátt og samlyndi við okkur og koma til okkar,“ segir hann einnig á upptökunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs