fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
433Sport

Arnar kveður KA og Akureyri með söknuði – „Hef ég notið hverrar mínútu með ykkur“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 12. október 2022 13:32

Arnar Grétarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Grétarsson fyrrum þjálfari KA kveður félagið formlega með færslu sem hann birtir á Facebook í dag. KA ákvað að láta Arnar hætta störfum þegar hann hafði samþykkt að taka við Val.

Valur hefur ekki staðfest ráðningu Arnars en vitað er að hann tekur við þjálfun liðsins í nóvember. Hefur hann ráðið sér aðstoðarmann sem er Sigurður Heiðar Höskuldsson, nú þjálfari Leiknis.

„Nú þegar leiðir skiljast eftir rúm tvö ár. Þá kemur margt upp í hugann en fyrst og fremst er það risa þakklæti til alls góða fólksins sem ég vann með og kynntist á þessari skemmtilegu vegferð að þjálfa meistaraflokk KA í knattspyrnu,“ skrifar Arnar á Facebook.

KA er komið með Evrópusæti sem liðið tryggði sér eftir að Arnar lét að störfum. „Andrúmsloftið í KA-heimilinu er einstakt, það er svo mikil samheldni og samgangur milli þjálfara og leikmanna mismunandi deilda sem gerir vinnuna svo miklu skemmtilegri heldur en ella.“

Arnar kveðst hafa notið lífsins á Akureyri og segir. Ég og fjölskylduna mín höfum notið Akureyrar í botn, veðrið, náttúran, Hlíðarfjall svo eitthvað sé nefnt, við eigum klárlega eftir að sakna Akureyrar en við yfirgefum með margar góðar minningar í farteskinu og erum gríðarlega þakklátt fyrir tímann okkar.“

„Mig langar að þakka öllu starfsfólki í KA heimilinu, öllum þjálfurum í KA & leikmönnum, stjórn knattspyrnudeildar, öllum í kringum meistaraflokkinn, þjálfurum mfl. Hadda, Steina, Igor, Bane, Eið, Dóra, Petar og sjálfsögðu frábæru leikmönnum meistaraflokks KA fyrir frábæran tíma og hef ég notið hverrar mínútu með ykkur og á ég klárlega eftir að sakna ykkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni

Þýsku risarnir reyna að fá leikmann Brighton á láni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Efnilegur miðjumaður United á leið á láni í næst efstu deild

Efnilegur miðjumaður United á leið á láni í næst efstu deild
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze

Tottenham að ræsa vélina og ætla sér að kaupa Eze
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?

Mun City reyna að stela Simons af Chelsea?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal

Lögreglan í Svíþjóð rannsakar hvort skotárás og fjárkúgun tengist kaupum Arsenal
433Sport
Í gær

City hefur samband við Donnarumma

City hefur samband við Donnarumma
433Sport
Í gær

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu

Stórfurðuleg ástæða þess að Rojo má ekki bera nafnið á bakinu
433Sport
Í gær

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“

Grealish hringdi í Rooney fyrir skiptin – ,,Vona að hann sé ánægður“
433Sport
Í gær

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba