fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Franskir veiðimenn bregðast ókvæða við hugmyndum um banni við áfengisneyslu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. október 2022 19:00

Áfengi og skotvopn fara ekki vel saman. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franskir veiðimenn hafa brugðist ókvæða við hugmyndum að lagafrumvarpi sem mun banna þeim að drekka áfengi þegar þeir eru á skotveiðum. Tilgangurinn með þessu er að fækka slysum og dauðsföllum meðal veiðimanna.

Samkvæmt hugmyndunum þá munu veiðimenn verða undir sama hatt settir og ökumenn hvað varðar magn áfengis sem þeir mega vera með í blóðinu. Þetta er ein af 30 hugmyndum sem efri deild franska þingsins hefur sett fram um hvernig sé hægt að auka öryggi veiðimanna og draga úr þeirri hættu sem stafar að almenningi frá þeim. The Guardian skýrir frá þessu.

Samtök veiðimanna eru öflug hagsmunasamtök, sem Emmanuel Macron forseti styður. Þau hafa hafnað þessari tillögu og segja að með þessu sé verið að brennimerkja veiðimenn og benda að niðurstöður úr öndunarsýnatökum úr veiðimönnum hafi leitt í ljós að 91% voru ekki undir áhrifum áfengis.

Tillögur þingdeildarinnar voru settar fram í kjölfar undirskriftasöfnunar þar sem þess var krafist að reglur um veiðimenn verði hertar. Kveikjan að þessu var drápið á hinum breska Morgan Keane, breskum ríkisborgara, sem var skotinn til bana af veiðimanni í desember 2020 þegar hann var að höggva eldiðvið í garðinum heima hjá sér. Veiðimaðurinn sagðist hafa talið að Keane væri villisvín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig