fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Biden segir að Pútín sé venjulega skynsamur en hafi misreiknað sig – Bandaríkin leita að „afrein“ fyrir hann

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. október 2022 10:00

Biden og Pútín hittust fyrir nokkrum árum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað viðkemur stríðinu í Úkraínu þá misreiknaði Pútín sig að mati Joe Biden, Bandaríkjaforseta. Hann segist telja að Pútín sé venjulega skynsamur en hafi misreiknað sig illilega varðandi möguleikann á að hernema Úkraínu.

Þetta sagði Biden í viðtali við CNN í gær. „Ég held að hann sé skynsamur maður sem hafi misreiknað sig illilega,“ sagði Biden um Pútín.

Nýlega sagði Biden að bandarísk stjórnvöld væru að leita eftir „afrein“ fyrir Pútín svo hann geti dregið úr hernaðinum í Úkraínu áður en málin þróast þannig að gripið verði til gjöreyðingarvopna.

Í síðustu viku sendi Biden frá sér alvarlega aðvörun og sagði að hætta sé á „kjarnorkuheimsendi“. Þetta sagði hann á fundi Demókrata í New York. Þar lagði hann áherslu á að Pútín sé ekki að grínast þegar hann ræði um notkun kjarnorkuvopna eða efnavopna.

Í viðtalinu við CNN sagðist Biden telja að Pútín hafi vanmetið mótspyrnu Úkraínumanna: „Ég held að hann hafi talið honum yrði tekið opnum örmum og að móðir Rússland ætti heimili í Kyiv þar sem hann yrði boðinn velkominn. Ég held að hann hafi bara misreiknað sig,“ sagði Biden.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“