fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Fullyrða að Eiður hafi verið tekinn fyrir ölvunarakstur án ökuréttinda

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. október 2022 16:30

Eiður Smári Guðjohnsen / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

RÚV segir frá því í frétt sinni að Eiður Smári Guðjohnsen hafi verið án ökuréttinda þegar lögregla stöðvaði för hans á þriðjudag. Er Eiður grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis.

„Þá herma heimildir að Eiður hafi verið tekinn fyrir ölvunarakstur án ökuréttinda,“ segir í frétt RÚV.

Meira:
Eiður Smári stígur til hliðar hjá FH – Biður um svigrúm til að vinna í sínum málum

Eiður Smári steig til hliðar sem þjálfari FH í Bestu deild karla vegna málsins nú síðdegis og tekur Sigurvin Ólafsson við þjálfun liðsins.

Eiður Smári er líklega besti knattspyrnumaður í sögu Íslands en hann var að stýra FH í annað sinn á ferlinum. Hann var einnig þjálfari liðsins árið 2020.

Eiður hætti svo með FH eftir það tímabil og gerðist aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins. Samningi Eiðs við landsliðið var svo sagt upp seint á síðasta ári.

Eiður tók við FH í slæmri stöðu í sumar og hefur ekki tekist að snúa við gengi liðsins. Liðið á fjóra leiki eftir í Bestu deildinni til að bjarga sæti sínum.

Liðið er stigi á eftir Leikni sem situr í tíunda sæti en liðin mætast í afar mikilvægum leik á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum

Á von á dómi og viðurkennir að hafa deilt myndefni af ólögráða einstaklingum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fékk óvæntar 133 milljónir endurgreiddar frá skattinum

Fékk óvæntar 133 milljónir endurgreiddar frá skattinum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“

Lýsir augnablikinu sem samsæriskenningar fóru á flug og símtöl bárust á Morgunblaðið – „Er svo galið“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“

Varpar fram kenningu um eldræðu Heimis um Arnar Svein – „Það er allt útpælt sem þessi gæi segir“
433Sport
Í gær

Verðlaunaði sig með kínverskum mat

Verðlaunaði sig með kínverskum mat
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær