fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Eiður Smári stígur til hliðar hjá FH – Biður um svigrúm til að vinna í sínum málum

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. október 2022 15:39

Eiður Smári Guðjhonsen og Sigurvin stýrðu báðir FH á síðustu leiktíð. Mynd/Eythor Arnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen hefur stigið til hliðar sem þjálfari FH. Frá þessu greinir félagið í yfirlýsingu sinni. Fram kemur að Eiður gæti snúið aftur til starfa ef sú sjálfsvinna sem hann ætlar í tekst vel.

Allir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að til skoðunnar væri að reka Eið Smára úr starfi hjá FH. Ástæðan er sú að á þriðjudag var hann stöðvaður af lögreglu, grunaður um ölvunarakstur.

FH mætti ÍBV á útivelli í Bestu deildinni í gær þar sem liðið tapaði. Liðið situr í fallsæti þegar fjórir leikir eru eftir í deildinni og mætir Leikni á sunnudag.

Sigurvin Ólafsson sem var aðstoðarmaður Eiðs Smára tekur til að byrja með við þjálfun liðsins samkvæmt heimildum 433.is.

Eiður tók við þjálfun liðsins í júní en hefur ekki tekist að snúa við gengi liðsins. Honum var vikið úr starfi hjá KSÍ á síðasta ári vegna persónulegra málefna. „Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð,“ segir í yfirlýsingu FH.

Eiður er einn besti knattspyrnumaður í sögu Íslands en hann lék á ferli sínum með Barcelona, Chelsea og fleiri liðum.

Yfirlýsing FH:
Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari meistarflokks karla, hefur ákveðið í samráði við stjórn knattspyrnudeildar FH að stíga til hliðar af persónulegum ástæðum.

Eiður Smári biður um svigrúm til að vinna í sínum málum og báðir aðilar vonast eftir því að sú vinna verði árangursrík og að Eiður Smári snúi aftur í þjálfarateymi FH í náinni framtíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mætti á æfingu hjá United á ólöglegum bíl nokkrum mínútum eftir að Amorim fór

Mætti á æfingu hjá United á ólöglegum bíl nokkrum mínútum eftir að Amorim fór
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool skellir verðmiða á Konate ef hann fer í sumar

Liverpool skellir verðmiða á Konate ef hann fer í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fullyrt að United sé komið í viðræður við Villa um Emi Martinez

Fullyrt að United sé komið í viðræður við Villa um Emi Martinez
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Klopp áttar sig ekki á því hvar Slot ætlar að spila Wirtz

Klopp áttar sig ekki á því hvar Slot ætlar að spila Wirtz
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Telur sig hafa séð geimverur þegar hún var í einkaflugvél með manni sínum – Sjáðu myndina

Telur sig hafa séð geimverur þegar hún var í einkaflugvél með manni sínum – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Napoli vill ekki fá Nunez

Napoli vill ekki fá Nunez
433Sport
Í gær

Breiðablik valtaði yfir Albanina

Breiðablik valtaði yfir Albanina
433Sport
Í gær

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París
433Sport
Í gær

Chelsea aftur farið að skoða Garnacho

Chelsea aftur farið að skoða Garnacho