fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
433Sport

Elín Metta leggur skóna á hilluna – „Takk fyrir allt“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 3. október 2022 07:20

Elín Metta.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Metta Jensen hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún tilkynnir þetta með færslu á Facebook-síðu sinni síðla kvölds í gær.

Elín er aðeins 27 ára gömul. Hún hefur sinnt læknisnámi meðfram boltanum og nú má gera ráð fyrir að einbeitingin fari þangað.

Tölfræði Elínar hvað varðar markaskorun er afar glæsileg. Hún hefur skorað 132 mörk í 183 leikjum í efstu deild með Val, þar sem hún lék allan sinn feril.

Þá á sóknarmaðurinn að baki 62 A-landsleiki fyrir Íslands hönd, þar sem hún hefur skorað sextán mörk. Þá fórhún á þrjú stórmót.

Elín lauk ferlinum á að verða Íslands- og bikarmeistari með Val á þessari leiktíð. Alls varð hún þrisvar sinnum Íslandsmeistari og tvisvar bikarmeistari með félagi sínu.

Færsla Elínar
Kæru vinir,

Ég hef ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna.
Mér er efst í huga þakklæti til allra þeirra sem hafa lagt sitt á vogarskálarnar til að hjálpa mér að verða bæði betri knattspyrnukona og einstaklingur. Fótboltinn hefur gefið mér svo margt og svo margar gleðistundir. Nú finn ég hins vegar að það er kominn tími til að sinna öðrum hugðarefnum sem ég hef þurft að setja til hliðar á meðan ég hef sinnt fótboltanum.

Takk fyrir allt. Áfram Valur og áfram Ísland.
Elín Metta

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arsenal vill verðlauna hann með nýjum samningi

Arsenal vill verðlauna hann með nýjum samningi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Leicester aftur í úrvalsdeildina eftir slæmt tap Leeds

Leicester aftur í úrvalsdeildina eftir slæmt tap Leeds
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til

Svona hyggst Barcelona afla hátt í 35 milljarða í sumar – Manchester United gæti hjálpað til
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum

Liverpool og Feyenoord að ganga frá smáatriðum