fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Forseti PSG gagnrýnir Barcelona – ,,Er þetta löglegt? Ég er ekki viss“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 2. október 2022 21:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nasser Al-Khelaifi, forseti Paris Saint-Germain, hefur tjáð sig um stöðu spænska félagsins Barcelona.

Barcelona vakti verulega athygli í sumar er liðið losaði sig við fjölmarga leikmenn í raun á útsölu til að opna pláss fyrir ný stór nöfn.

Félagið gerði þetta í miklum fjárhagsvandræðum en Börsungar hafa verið skuldugir í dágóðan tíma.

Al-Khelaifi telur að eitthvað gruggugt hafi átt sér stað í sumar sem leyfði Barcelona að skrá nýja leikmenn til leiks.

Robert Lewandowski, Jules Kounda og Raphinha eru á meðal leikmann sem þeir spænsku fengu til liðs við sig fyrir gluggalok.

,,Er þetta sanngjarnt? Nei þetta er ekki sanngjarnt. Er þetta löglegt? Ég er ekki viss,“ sagði Al-Khelaifi við POLITICO.

,,Ef þeir leyfa þeim að gera þetta þá munu aðrir gera það sama. UEFA er með eigin fjárlög og ég viss um að þeir muni rannsaka þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur