fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Afhjúpar sorglegu ástæðuna fyrir þyngdartapinu eftir að áhorfendur lýstu yfir áhyggjum

Fókus
Þriðjudaginn 27. september 2022 14:00

Matt Lucas.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn og sjónvarpsmaðurinn Matt Lucas opnar sig um þyngdartap og sorglegu ástæðuna fyrir því að hann hóf þá vegferð í nýjum hlaðvarpsþætti af Mid Point.

Matt er hvað þekktastur fyrir leik sinn í vinsælu grínþáttunum Little Britain og sem kynnir í ástsælu bakstursþáttunum Great British Bake Off á Channel 4.

Þrettánda þáttaröð fór í loftið fyrr í mánuðinum og lýstu áhorfendur yfir áhyggjum sínum af heilsu sjónvarpsstjörnunnar eftir að þeir sáu hvað hann hafði lést mikið undanfarna mánuði.

Little Britain voru í loftinu frá 2003 til 2006.

Grínistinn hefur farið úr stærð XXXL í stærð medium og segir að fyrir því væri alvarleg ástæða.

Hann segir að hann hafi haft áhyggjur af því að deyja ungur eins og faðir hans og afi hans gerðu en báðir létust þeir á sextugsaldri.  Matt, sem er 48 ára, vildi vera viss um að hann myndi hljóta sömu örlög.

„Pabbi dó skyndilega þegar hann var 52 ára. Hans pabbi dó, held ég um 56 ára. Þannig að ég var að horfa á meðaltalslögmálið,“ segir hann.

„Ég var mjög stór og varð enn stærri í heimsfaraldrinum. Var ekki duglegur að hreyfa mig, var ekki að fara út, ekki að hitta fólk og bara að borða mjög mikið. Ég var svo stór að ég passaði eiginlega ekki lengur á skjáinn.“

Einföld breyting

Matt segist ekki hafa gert neitt drastískt heldur aðeins gert tvær breytingar: Hann borðaði minna og fór meira út að ganga.

„Ég er enn með maga. Ég er alls ekki grannur. Ég hef bara lést. Ég var í XXL og stundum XXXL, núna er ég í medium. Mér líður aðeins betur, ég er feginn. Af því að málið er, ég neyti ekki fíkniefna, ég reyki ekki og drekk varla áfengi. Þannig mitt vandamál var aðallega maturinn.“

Bakstursjónvarpsstjarnan segir að hann borði minna en borði þó enn sælgæti.

„Mér finnst gaman að ganga. Ég elska að fara í langa göngutúra,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir