fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
433Sport

Ritstjórinn hjólar í Víði og segir hann leika sér að því að misskilja hlutina

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 10:30

Víðir Sigurðsson (t.v), Elvar Geir (t.h) Mynd/Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elvar Geir Magnússon stjórnarmaður hjá Leikni og ritstjóri Fótbolta.net virðist verulega ósáttur með grein sem Víðir Sigurðsson ritaði í Morgunblaðið í dag.

Elvar Geir er þeirrar skoðunnar að Arnar Þór Viðarsson hafi átt að senda nokkra lykilmenn úr hópi sínum niður í U21 árs landsliðið. A-landsliðið mætir Albaníu í Þjóðadeild karla og getur ekki unnið riðil sinn á meðan U21 árs liðið er í umspili um laust sæti á EM.

Sjö leikmenn sem gjaldgengir eru í U21 liðið eru í A-landsliðinu en Arnar Þór Viðarsson þjálfari A-liðsins tók þá ákvörðun að halda í þá leikmenn

„Síðustu daga hef­ur verið kallað eft­ir því að leik­menn úr A-landsliði karla í fót­bolta verði færðir yfir í 21-árs landsliðið fyr­ir seinni um­spils­leik­inn gegn Tékk­um í dag, í stað þess að spila með A-liðinu gegn Alban­íu. Þar með auk­ist mögu­leik­arn­ir á því að 21-árs liðið kom­ist í loka­keppni EM í annað skiptið í röð sem yrði sann­ar­lega glæsi­leg­ur ár­ang­ur,“ skrifaði Víðir í Morgunblaðið.

„En hafa þeir sem kallað hafa eft­ir þessu hugsað málið alla leið? Strák­arn­ir sem hafa spilað þessa undan­keppni með 21-árs liðinu og staðið sig frá­bær­lega, eiga þeir allt í einu að víkja í síðasta leikn­um fyr­ir mönn­um sem hafa alls ekki verið í liðinu eða hópn­um?“

Sakar Víði um að leika sér að því að misskilja:

Elvar Geir hefur farið mikinn í umræðunni og heffur kallað eftir því Davíð Snorri Jónasson fái nokkra leikmenn úr A-landsliðinu. Hann sakar Víði um að leika sér að því að misskilja hlutina.

„Svo gaman þegar menn og bakverðir leika sér að því að misskilja umræðuna,“ skrifar Elvar en nefnir þó ekki Víði á nafn en grein Víðis birtist undir liðnum, Bakvörður eins og Elvar vitnar til.

„Er ekki verið að tala um að setja alla sjö U21 strákana yfir til Tékklands heldur leysa þær stöður sem þörf er á, sérstaklega núna þegar Kristall, Ísak og Sævar eru allir off,“ skrifar Elvar.

Hilmir Rafn Mikaelsson var kallaður inn í hópinn. „Kallaður inn spennandi leikmaður úr U19 liðinu en hann hefur ekkert tekið þátt í þessari undankeppni meðan Hákon hefur spilað fjóra leiki sem dæmi,“ skrifar Elvar og á þar við um Hákon Arnar Haraldsson sem byrjaði síðasta A-landsleik karla.

Meira:
Víðir blandar sér í hitamálið í kringum KSÍ – „Hafa þeir sem kallað hafa eft­ir þessu hugsað málið alla leið?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“

,,Hann má taka því rólega í tveimur leikjum gegn okkur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane

Skoraði ekki mark og mistókst að bæta met Henry og Kane
433Sport
Í gær

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Í gær

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park