fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
433Sport

Goðsögn United opnar sig um drykkju á yngri árum – „Hvert sem ég fór með mömmu og pabba, þar var bar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 23. september 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá Manchester United höfðu menn áhyggur af drykkju Paul Scholes á tímapunkti á leikmannaferli hans.

Scholes tjáir sig um þetta í nýju viðtali við fyrrum samherja sinn, Gary Neville.

„Enginn hefði giskað á að maður sem lifði þessum lífstíl væri knattspyrnumaður,“ segir Scholes um lífið utan vallar á sínum yngri árum.

Scholes er í dag 47 ára gamall en hann lagði skóna á hilluna árið 2013.

„Ég man þegar þú fórst heim af æfingasvæðinu í rútu og á föstudögum fórstu og fékkst þér nokkra bjóra fyrir leiki á laugardögum. Hvað voru það, þrír eða fjórir bjórar?“ spurði Neville.

„Stundum vorum við þarna til átta eða níu, stundum jafnvel til hálf tólf. Það var lífstíllinn minn. Ég var alinn upp í kringum bari sem barn. Hvert sem ég fór með mömmu og pabba, þar var bar. Ég var úti að sparka bolta í vegg af því börnin máttu ekki vera inni. Ég var bara að bíða eftir mömmu og pabba,“ segir Scholes.

Þjálfari unglingaliðs United hringdi í pabba Scholes þegar hann var ungur og tjáði honum að hann hefði áhyggjur.

„Ég man þegar ég var sextán eða sautján ára og að spila með unglingaliðinu. Eric Harrison (þá þjálfari) hringdi í pabba og sagðist hafa áhyggjur af drykkjunni minni.

Ég veit ekki hvort einhver hafi klagað mig. En svona var ég alinn upp. Það var barinn á fimmtudegi, föstudegi, laugardegi, sunnudegi og jafnvel mánidegi. Ég var alltaf í kringum bari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum

Carragher gagnrýnir hegðun Liverpool á markaðnum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Muller kynntur til leiks í Kanada

Muller kynntur til leiks í Kanada
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sara Björk verður áfram í Sádi-Arabíu

Sara Björk verður áfram í Sádi-Arabíu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stjarnan unga sást með annarri konu – Aldursmunurinn minni en þó töluverður

Stjarnan unga sást með annarri konu – Aldursmunurinn minni en þó töluverður
433Sport
Í gær

Fleiri á förum frá Liverpool

Fleiri á förum frá Liverpool
433Sport
Í gær

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga

Krotar undir þrátt fyrir áhuga Ronaldo og félaga
433Sport
Í gær

Hólmbert tekur áhugavert skref til Asíu

Hólmbert tekur áhugavert skref til Asíu
433Sport
Í gær

Sjáðu þegar Patrick skrifaði söguna uppi á Skaga í gær

Sjáðu þegar Patrick skrifaði söguna uppi á Skaga í gær