fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Aron Einar eftir endurkomuna í landsliðið: „Að spila aftur fyrir Íslands hönd er bara gaman“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 22. september 2022 18:13

Aron Einar í landsleik með Íslandi ©Anton Brink 2020

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson sneri aftur í íslenska landsliðið í knattspyrnu í kvöld eftir rúmlega árs fjarveru og spilaði allan leikinn í 1-0 sigri í æfingaleik gegn Venesúela. Hann segist hafa verið fullur tilhlökkunar fyrir því að snúa aftur í íslenska landsliðið og segir liðið geta tekið jákvæða punkta úr leik kvöldsins.

Norðlendingurinn var í byrjunarliði Íslands í kvöld, spilaði í hjarta varnarinnar sem hann hefur ekki verið að gera með Íslandi og bar fyrirliðabandið í leiknum. Aron spilaði allar 90 mínúturnar í kvöld og var til viðtals hjá Viaplay eftir leik kvöldsins:

„Já bara virkilega ánægjulegt,“ sagði Aron Einar aðspurður hvernig það hafi verið að spila landsleik á nýjan leik. „Þrátt fyrir að þetta hafi verið æfingaleikur var vinnusemin mikil og eyddum mikilli orku í að loka á þá og þeir náðu aldrei að brjóta okkur niður. Við fengum ekki mark á okkur og færin voru okkar megin þannig að við tökum margt jákvætt úr þessum leik og byggjum á þessu.“

Aron Einar spilaði í miðvarðarstöðunni í kvöld, staða sem hann hefur spilað með Al-Arabi í Katar en ekki með íslenska landsliðinu.

„Ég leysi þá stöðu sem mér er sagt að spila. Hef gert það út í Katar og er að læra inn á hana og á eftir að læra margt en fínt að hafa Gulla í að djöflast í mér þarna hægra megin. Við vorum með fínt skipulag á þessu og þeir ógnuðu okkur aldrei almennilega.“

Sjaldséður sigur hjá íslenska landsliðinu staðreynd. „Við þurfum að venjast því að vinna leiki. Að spila aftur fyrir Íslands hönd er bara gaman. Ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik.“

Þetta var 98 A-landsleikur Arons fyrir Íslands hönd.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi

Mikill áhugi á Donnarumma – Möguleikar í heimalandinu og á Englandi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu – Var mikill fjölskyldumaður og vinur

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu – Var mikill fjölskyldumaður og vinur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg

Öll mannvirki í kringum völlinn í Grindavík metin örugg
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal blandar sér í slaginn um Delap

Arsenal blandar sér í slaginn um Delap
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga

Þetta hefur De Bruyne sagt um Liverpool nú þegar þeir hafa áhuga
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal hafðir að háð og spotti – Kartöflugarður og Netflix

Stuðningsmenn Arsenal hafðir að háð og spotti – Kartöflugarður og Netflix
433Sport
Í gær

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt

Wenger segir að saga Trent muni endurtaka sig – Svona fari Real Madrid að því að fá leikmenn frítt
433Sport
Í gær

Myndband af Ronaldo vekur athygli – „Sjáið hvernig þessi grenjuskjóða hagar sér“

Myndband af Ronaldo vekur athygli – „Sjáið hvernig þessi grenjuskjóða hagar sér“