fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Hörður taldi Arnar ganga of langt – „Fannst hann svolítið brútal, aðeins of mikið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. september 2022 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson er ekki í landsliðshópi Íslands fyrir leikinn gegn Venesúela í kvöld og Albaníu á þriðjudag.

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari tjáði sig um ákvörðunina á blaðamannafundi fyrir tæpri viku.

„Ég var mjög óánægður og svekktur með hugarfar Alberts í síðasta glugga. Fyrir mér á að vera mikill heiður að vera í landsliðinu og það kallar á 100 prósent hugarfar. Þú ert annað hvort hundrað prósent með okkur í þessu eða ekki,“ sagði Arnar.

Sjá einnig: Arnar harðorður í garð Alberts sem var ekki valinn – „Mjög óánægður og svekktur með hugarfar Alberts“

Hörður Magnússon, íþróttalýsndi á Viaplay, ræðir við Fréttablaðið í dag, þar sem hann fer meðal annars yfir ákvörðun Arnars varðandi Albert.

„Hann er kannski of hreinskilinn stundum, ég hefði kannski látið það vera að einhverju leyti að segja það sem hann sagði. Mér fannst hann svolítið brútal, aðeins of mikið. Ég hefði frekar sagt að Albert væri ekki í myndinni núna en Arnar er hreinskilinn maður. Það ber að virða það, hann var ekki að fara í kringum heitan grautinn þarna,“ segir Hörður um ákvörðun Arnars.

Nánar er rætt við Hörð um verkefni landsliðsins í heild í Fréttablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum liðsfélagi Carragher lýsir ósætti við hann á samfélagsmiðlum eftir ummæli um helgina

Fyrrum liðsfélagi Carragher lýsir ósætti við hann á samfélagsmiðlum eftir ummæli um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap

Kallar fréttirnar af Conte skáldskap
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mancini að taka að sér áhugavert starf

Mancini að taka að sér áhugavert starf
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er þetta arftaki Salah á Anfield?

Er þetta arftaki Salah á Anfield?