fbpx
Miðvikudagur 06.ágúst 2025
433Sport

Ísak, Hákon og Orri ekki fyrstu Íslendingarnir sem spila fyrir Neestrup

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 13:01

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jess Thorup var rekinn frá FC Kaupmannahöfn í gær og tók Jacob Neestrup, sem var aðstoðarmaður Thorup, við starfi hans.

Neestrup er einhverjum Íslendingum kunnur en hann lék með FH frá 2010 til 2011.

Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson leika með FCK.

Þeir verða ekki fyrstu Íslendingarnir sem leika undir stjórn Neestrup en það gerði Ingvar Jónsson um stutt skeið árið 2019.

Neestrup tók við Viborg sumarið 2019. Það er eina félagið sem hann hefur verið aðalþjálfari hjá, þar til í gær þegar hann tók við FCK.

Ingvar Jónsson var þarna á mála hjá Viborg, sem lék í B-deildinni. Hann fór hins vegar heim til Íslands og gekk í raðir Víkings Reykjavík í kringum áramótin 2019-2020.

Ingvar lék sjö deildarleiki undir stjórn Neestrup í Danmörku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga Valsara
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum
Wilshere að snúa aftur?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hafa litla trú á íslensku liðunum

Hafa litla trú á íslensku liðunum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Manchester United leggur fram tilboð í Sesko

Manchester United leggur fram tilboð í Sesko
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Gengu frá viðræðunum vegna verðmiðans

Gengu frá viðræðunum vegna verðmiðans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín

Ronaldo vill fá fyrrum liðsfélaga í Manchester til sín
433Sport
Í gær

Virðist vera að fá útgönguleið frá Liverpool

Virðist vera að fá útgönguleið frá Liverpool
433Sport
Í gær

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum

Sjáðu afar umdeildan dóm Jóhanns Inga og hans manna í Kópavoginum