fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
433Sport

Ísak, Hákon og Orri ekki fyrstu Íslendingarnir sem spila fyrir Neestrup

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. september 2022 13:01

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jess Thorup var rekinn frá FC Kaupmannahöfn í gær og tók Jacob Neestrup, sem var aðstoðarmaður Thorup, við starfi hans.

Neestrup er einhverjum Íslendingum kunnur en hann lék með FH frá 2010 til 2011.

Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson leika með FCK.

Þeir verða ekki fyrstu Íslendingarnir sem leika undir stjórn Neestrup en það gerði Ingvar Jónsson um stutt skeið árið 2019.

Neestrup tók við Viborg sumarið 2019. Það er eina félagið sem hann hefur verið aðalþjálfari hjá, þar til í gær þegar hann tók við FCK.

Ingvar Jónsson var þarna á mála hjá Viborg, sem lék í B-deildinni. Hann fór hins vegar heim til Íslands og gekk í raðir Víkings Reykjavík í kringum áramótin 2019-2020.

Ingvar lék sjö deildarleiki undir stjórn Neestrup í Danmörku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“

Stuðningsmenn Al-Nassr að fá ógeð eftir látbragð Ronaldo í gær – „Farðu burt grátandi barn“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Staðfest að Sveindís fari og er hún mikið orðuð við Manchester United

Staðfest að Sveindís fari og er hún mikið orðuð við Manchester United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar

Rashford ræður sér nýjan umboðsmann í von um að draumurinn rætist í sumar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tjáir sig um háværa orðróma í kringum Bruno Fernandes

Tjáir sig um háværa orðróma í kringum Bruno Fernandes
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Áhyggjur uppi um að Evrópudeildin sé orðin of veik í kjölfar breytinga

Áhyggjur uppi um að Evrópudeildin sé orðin of veik í kjölfar breytinga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Missir af EM