fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Íslandsvinur og fyrrum leikmaður Liverpool yfir sig ánægður með fréttirnar af Heimi – Birtir mynd af þeim félögum

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 19. september 2022 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stan Collymore, sem lék meðal annars með Liverpool á leikmannaferli sínum, er mjög hrifinn af ráðningu jamaíska knattspyrnusambandsins á Heimi Hallgrímssyni sem þjálfara karlalandsliðsins.

Heimir var skömmu fyrir helgi formlega ráðinn þjálfari Jamaíka. Eins og flestir vita kom Heimi íslenska karlalandsliðinu á bæði lokakeppni EM og HM.

Collymore kom hingað til lands árið 2017 til að rannsaka hvað liggur að baki árangri eins smárrar þjóðar og Íslands í alþjóðaknattspyrnu. Hann er Íslendingum því góðkunnur.

„Mjög flott ráðning hjá jamaíska knattspyrnusambandinu á Heimi Hallgrímssyni. Ef hann fær leikmenn og stuðningsmen nmeð sér í að búa til samheldið lið innan sem utan vallar getur Jamaíka vel farið á HM eftir fjögur ár. Þetta er mjög góð ráðning að mínu mati,“ skrifar Collymore á Twitter-reikning sinn og birtir mynd af sér með Heimi og Guðna Bergssyni frá tíma sínum hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli

United stórhuga fyrir sumarið – Leikurinn gegn Tottenham skiptir gríðarlegu máli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met

Það versta hjá United í yfir 60 ár – Geta enn slegið þetta vafasama met
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær

Sjáðu hvað liðsfélagi Trent gerði eftir að stuðningsmenn Liverpool bauluðu á hann í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“

Sjáðu lygilegu atvikin í Víkinni í gær – „Hvaða djók var ég að horfa á?“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Velur Noble frekar en Fabregas

Velur Noble frekar en Fabregas
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester
433Sport
Í gær

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri

Besta deildin: Aron hetjan á Akureyri
433Sport
Í gær

Arsenal vill framlenga til 2029

Arsenal vill framlenga til 2029